Telja kjósendur Höllu og Katrínar hafa kosið taktískt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2024 12:42 Halla Tómasdóttir ávarpar stuðningsfólk sitt í Grósku á laugardagskvöldið. Vísir/vilhelm Í skoðanakönnun Maskínu þann 31. maí voru landsmenn spurðir að því hvort þeir myndu kjósa taktískt ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60 prósent svarenda hefðu valið annaðhvort Höllu Tómasdóttur eða Katrínu Jakobsdóttur. Sérfræðingar Maskínu telja það skýra aukið fylgi Höllu og Katrínu í kosningum og minna fylgi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur. Maskína er meðal könnunarfyrirtækja sem hafa kannað fylgi forsetaframbjóðenda undanfarnar vikur. Maskína gerði níu kannanir frá 8. apríl til 31. maí. Fylgi frambjóðenda samkvæmt skoðanakönnunum Maskínu og úrslit kosninga. „Söfnun svara lauk að kvöldi 31. maí, kvöldi fyrir kjördag, og var því tekin ákvörðun um að birta þær niðurstöður ekki þar sem ekki þótti við hæfi að birta niðurstöður á kjördag, þar sem slíkt hefur ekki tíðkast á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Maskínu. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður VG, ræðir við Katrínu Jakobsdóttur á kosningavökunni á Grand hótel.Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir var í fyrstu fimm könnunum Maskínu með 4-7 prósent en síðan reis fylgi hennar hratt eftir því sem leið á kostningabaráttuna. Frá 8. maí og fram að síðustu könnun, degi fyrir kjördag, hækkaði fylgi Höllu Tómasdóttur um 25 prósentustig og var í síðustu könnuninni, daginn fyrir kjördag, með 30,2 prósent. Maskína mældi fylgi Katrínar Jakobsdóttur mest í byrjun þegar það var um þriðjungur. Það dróst svo fljótlega nokkuð saman og allan maí naut Katrín á bilinu 24-27 prósenta stuðnings samkvæmt könnunum Maskínu. Daginn fyrir kjördag var fylgi Katrínar 23 prósent. Niðurstöður könnunar Maskínu daginn fyrir kjördag. Þá var Halla Tómasdóttir komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Halla Hrund Logadóttir byrjaði hægt en reis hátt á tímabili, og mældist hæst með um 30 prósenta fylgi. Fylgi hennar var farið dala nokkuð þegar leið að kosningum og mældist hún með 18 prósent í síðustu könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson var með tæplega 27 prósenta fylgi í fyrstu könnun en fylgið dalaði hægt og sígandi og endaði í 12 prósentum þann 31. maí. Jón Gnarr hafði í fyrstu tveimur könnunum nálægt fimmtungs fylgi en fór fljótlega í 10-12 prósent og endaði í tæplega 10 prósentum í síðustu könnun Maskínu daginn fyrir kjördag. Úrslit kosninganna má sjá að neðan. „Í meðfylgjandi skýrslu má sjá að sú hreyfing sem greina má á fylginu samkvæmt könnunum Maskínu raungerðust í kosningum. Það er vert að minna á að kannanir eru ekki kosningaspá. Þær sýna stöðuna eins og hún er þegar þær eru gerðar. Það er því trú Maskínu að daginn fyrir kosningar hafi staða frambjóðenda verið eins og gögn frá 31. maí sýna,“ segir í tilkynningu Maskínu. „Víða erlendis eru tvær umferðir í forsetakosningum, hér höfum við einungis eina umferð. Maskína spurði því einnig hvort fólk myndi kjósa taktíst ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60% svarenda hefðu valið annað hvort Katrínu eða Höllu T. Þessi hópur var fjórum sinnum líklegri til að kjósa Höllu T. en Katrínu ef þeir myndu kjósa taktískt. Það er því líklegt að hluti kjósenda hafi kosið taktíst og það skýri meira fylgi Höllu og Katrínar í kosningunum sjálfum og minna fylgi Baldurs og Höllu Hrundar en kjósendur Jóns Gnarr virðast síður hafa kosið taktískt.“ Skýrslu Maskínu má sjá að neðan. Tengd skjöl Maskína_-_uppgjörPDF511KBSækja skjal Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Sérfræðingar Maskínu telja það skýra aukið fylgi Höllu og Katrínu í kosningum og minna fylgi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar Logadóttur. Maskína er meðal könnunarfyrirtækja sem hafa kannað fylgi forsetaframbjóðenda undanfarnar vikur. Maskína gerði níu kannanir frá 8. apríl til 31. maí. Fylgi frambjóðenda samkvæmt skoðanakönnunum Maskínu og úrslit kosninga. „Söfnun svara lauk að kvöldi 31. maí, kvöldi fyrir kjördag, og var því tekin ákvörðun um að birta þær niðurstöður ekki þar sem ekki þótti við hæfi að birta niðurstöður á kjördag, þar sem slíkt hefur ekki tíðkast á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Maskínu. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi ráðherra og formaður VG, ræðir við Katrínu Jakobsdóttur á kosningavökunni á Grand hótel.Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir var í fyrstu fimm könnunum Maskínu með 4-7 prósent en síðan reis fylgi hennar hratt eftir því sem leið á kostningabaráttuna. Frá 8. maí og fram að síðustu könnun, degi fyrir kjördag, hækkaði fylgi Höllu Tómasdóttur um 25 prósentustig og var í síðustu könnuninni, daginn fyrir kjördag, með 30,2 prósent. Maskína mældi fylgi Katrínar Jakobsdóttur mest í byrjun þegar það var um þriðjungur. Það dróst svo fljótlega nokkuð saman og allan maí naut Katrín á bilinu 24-27 prósenta stuðnings samkvæmt könnunum Maskínu. Daginn fyrir kjördag var fylgi Katrínar 23 prósent. Niðurstöður könnunar Maskínu daginn fyrir kjördag. Þá var Halla Tómasdóttir komin með gott forskot á Katrínu.Maskína Halla Hrund Logadóttir byrjaði hægt en reis hátt á tímabili, og mældist hæst með um 30 prósenta fylgi. Fylgi hennar var farið dala nokkuð þegar leið að kosningum og mældist hún með 18 prósent í síðustu könnun Maskínu. Baldur Þórhallsson var með tæplega 27 prósenta fylgi í fyrstu könnun en fylgið dalaði hægt og sígandi og endaði í 12 prósentum þann 31. maí. Jón Gnarr hafði í fyrstu tveimur könnunum nálægt fimmtungs fylgi en fór fljótlega í 10-12 prósent og endaði í tæplega 10 prósentum í síðustu könnun Maskínu daginn fyrir kjördag. Úrslit kosninganna má sjá að neðan. „Í meðfylgjandi skýrslu má sjá að sú hreyfing sem greina má á fylginu samkvæmt könnunum Maskínu raungerðust í kosningum. Það er vert að minna á að kannanir eru ekki kosningaspá. Þær sýna stöðuna eins og hún er þegar þær eru gerðar. Það er því trú Maskínu að daginn fyrir kosningar hafi staða frambjóðenda verið eins og gögn frá 31. maí sýna,“ segir í tilkynningu Maskínu. „Víða erlendis eru tvær umferðir í forsetakosningum, hér höfum við einungis eina umferð. Maskína spurði því einnig hvort fólk myndi kjósa taktíst ef tveir frambjóðendur væru efstir og jafnir, þ.e. velja annan hvorn þeirra. Í ljós kom að um 60% svarenda hefðu valið annað hvort Katrínu eða Höllu T. Þessi hópur var fjórum sinnum líklegri til að kjósa Höllu T. en Katrínu ef þeir myndu kjósa taktískt. Það er því líklegt að hluti kjósenda hafi kosið taktíst og það skýri meira fylgi Höllu og Katrínar í kosningunum sjálfum og minna fylgi Baldurs og Höllu Hrundar en kjósendur Jóns Gnarr virðast síður hafa kosið taktískt.“ Skýrslu Maskínu má sjá að neðan. Tengd skjöl Maskína_-_uppgjörPDF511KBSækja skjal
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira