Innlent

Katrín að taka af­gerandi for­ystu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósenta fylgi.
Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósenta fylgi. Vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir mælist með 27 prósent fylgi fyrir komandi forsetakosningar í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Það er talsvert meira en aðrir frambjóðendur, en enginn annar nær yfir tuttugu prósent.

RÚV greinir frá þessu.

Næst kemur Halla Hrund Logadóttir með nítján prósent fylgi, svo Baldur Þórhallsson með átján prósent, og svo Halla Tómasdóttir með sautján prósent.

Nokkuð bil er í Jón Gnarr sem mælist með níu prósent og svo kemur Arnar Þór Jónsson með sjö prósent. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er með eitt prósent og aðrir frambjóðendur minna.

Fylgi Jóns fellur mest allra um níu prósent frá síðustu könnun, en það er mesta fallið í þessari könnun. Arnar Þór bætir mest við sig, en hann fer upp um rúmlega sjö prósentustig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×