Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. maí 2024 23:08 Ólafur Þ. Harðarson greindi niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar á fylgi forsetaframbjóðenda í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Stöð 2 Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur heldur áfram í nýrri könnun Maskínu sem sagt var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún mælist nú með næstmest fylgi á eftir Katrínu, fyrrverandi forsætisráðherra. Munurinn á Höllu, nöfnu hennar Logadóttur og Baldri Þórhallssyni er þó ómarktækur tölfræðilega. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði stóru myndina eiginlega óbreytta eins og hún birtist í könnuninni. Katrín mælist nú með aðeins betra forskot en í fyrri könnunum þar sem munurinn á henni og Höllu Hrund var ekki marktækur. Þá sé athyglisvert að Höllurnar tvær skipti um sess. „Það er augljóst að fylgið er ennþá á verulegri hreyfingu. Auðvitað mjög athyglisvert að Katrín, sem er efst, er aðeins með fjórðungsfylgi,“ sagði Ólafur í kvöldfréttunum. Með hverri könnuninni sem sýni niðurstöður af þessu tagi aukist líkurnar á því að Katrín haldi forystunni. „Hins vegar vitum við frá fyrri kosningum og könnunum að menn eru að skipta um skoðun. Margir eru kannski með tvo, þrjá í huganum og þeir eru í rauninni að skipta um skoðun alveg fram á kjördag þannig að þetta verður spennandi alveg fram á kosninganótt,“ sagði Ólafur sem taldi þó minnstar líkur á að Halla Hrund næði sér aftur á skrið eftir fylgistap í undanförnum könnunum. Staðan gæti þó breyst verulega ennþá. Benti Ólafur í því samhengi á kosningaspá sem Baldur Héðinsson, stærðfræðingur, birtir sem gaf Katrínu um þriðjungslíkur á að ná kjöri. „En það þýðir auðvitað að það eru tveir þriðju líkur að hún nái ekki kjöri,“ sagði Ólafur. Sú kosningaspá var uppfærð í gær og höfðu líkur Katrínar á sigri þá aukist úr 36 prósentum í 39 prósent. Halla Hrund kom þar næst með um það bil fjórðungslíkur á sigri.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Sjá meira