Lífið

Sást með hringinn en eigin­konan enn víðs­fjarri

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ben Affleck á förnum vegi. Með hringinn.
Ben Affleck á förnum vegi. Með hringinn. Bellocqimages/Bauer-Griffin/GC Images

Ben Affleck sást með giftingarhring sinn á hönd sér þar sem hann var staddur í góðra vina hópi í göngutúr í Santa Monica í Kaliforníu. Þetta vekur athygli erlendra slúðurmiðla, enda uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband hans og Jennifer Lopez sé nú á síðustu metrunum.

Í umfjöllun People um málið kemur fram að söngkonan sé hinsvegar víðsfjarri. Hún sé nú stödd við tökur á væntanlegri kvikmynd sinni Atlas í Mexíkóborg. Tekið er fram að óvíst sé hvort hún hafi á sér giftingarhringinn þessa dagana.

Hjónin giftu sig fyrir tveimur árum síðan eftir að hafa stungið saman nefjum að nýju tuttugu árum eftir að hafa verið síðast í sambandi. Bandaríska tímaritið hefur eftir ónefndum heimildarmanni sem sagður er náinn hjónunum að hjónaband þeirra sé ekki á besta stað um þessar mundir og nefnir sérstaklega heimildarmynd um söngkonuna á Amazon Prime streymisveitunni.

„Henni finnst gott að opna sig fyrir aðdaéndum og heiminum. Honum finnst betra að vera út af fyrir sig. Þetta hefur verið erfitt dagsdaglega,“ segir heimildarmaðurinn. Eins og áður hefur komið fram hafa hjónin ekki sést saman í sjö vikur, rúmlega fimmtíu daga.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×