Jón Arnar grét það ekki að sjá Daníel slá þrjátíu ára Íslandsmet sitt Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2024 13:03 Daníel Ingi gerði sér lítið fyrir og bætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í langstökki í gær. Hann tryggði sér um leið sæti á EM í róm og Norðurlandameistaratitilinn í langstökki. Vísir/Samsett mynd Fyrrverandi tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon grætur það ekki að hafa séð Íslandsmet sitt í langstökki, sem stóð í þrjátíu ár, verða slegið af Daníel Inga Egilssyni í gær. Jón Arnar er sendi hamingjuóskir á Daníel um leið og hann sló metið og er gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Daníel Ingi varð í gær Norðurlandameistari í langstökki á nýju Íslandsmeti þar sem að hann stórbætti þrjátíu ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar í greininni. Daníel stökk 8,21 metra og bætti þar með Íslandsmet Jóns Arnars og tryggði sér um leið Norðurlandameistaratitilinn í greininni.. Met Jóns Arnars var sléttir átta metrar en Daníel sló það í þriðju tilraun sinni í gær með stökki upp á 8,01 metra og í fjórða stökki sínu bætti hann um betur og stökk 8,21 metra. Daníel í atrennu að einu af stökki sínu í Malmö í gærMynd: FRÍ „Ég gat nú ekki annað en farið beint að horfa á þetta stökk hjá honum. Algjörlega geggjað,“ segir Jón Arnar í samtali við Vísi um afrek Daníels Inga. Jón Arnar var á leið heim í bíl sínum er hann heyrði í útvarpsfréttunum í gær að þrjátíu ára Íslandsmet hans í langstökki hefði verið slegið. „Ég var bara á leiðinni heim og fór náttúrulega strax í það að koma áleiðis hamingjuóskum á drenginn. Hann átti síðasta stökkið sitt eftir þarna í Malmö og ég var nú þegar búinn að senda honum hamingjuóskir fyrir það stökk. Mér finnst þetta frábært. Met eru sett til þess að verða á endanum slegin. Ég var nú aldrei einhver langstökkvari. Þetta var ein af þeim tíu greinum sem ég þreytti í tugþrautinni. Það er frábært að það gangi svona vel hjá Daníel Inga.“ Svona á að fagna Íslandsmeti Mynd: FRÍ Þú grætur það ekkert að sjá á eftir þessu meti þínu, sem stóð í þrjátíu ár, í hans greipar? „Nei alls ekki. Ég er svo ánægður fyrir hans hönd að vera kominn á þennan stað. Að það gangi svona vel hjá honum. Þetta opnar hurðir inn í stóra heiminn fyrir hann. Daníel hefur alla burði til þess að sækja bara fram. Það er tugþrautarþjálfari að þjálfa hann. Daníel fær því gott utanumhald og það þarf að standa þétt við bakið á honum sem og öllu frjálsíþróttafólki okkar.“ Stökk Daníels var það tólfta lengsta í heiminum á árinu og með því tryggði hann sér sæti á EM í Róm í júlí. Einnig gefur þetta honum möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar en lágmarkið er 8,27 m. Daníel jafnaði tólfta besta árangur á heimslista og á því möguleika á sæti á leikana gegnum heimslistann. Daníel var skiljanlega himinlifandi þegar að afrekið rann upp fyrir honumMynd: FRÍ „Þá fáum við kannski loksins aftur svona frjálsíþrótta vor og sumar. Það eru krakkar að koma þarna á hraðsiglingu upp. Það er vonandi að við fáum frjálsíþróttamann á Ólympíuleikana með Guðna Val og Hilmari.“ Jón Arnar var búinn að bíða lengi eftir því að sjá Íslandsmet sitt falla. „Mér finnst nú eiginlega bara ótrúlegt að þetta hafi staðið svona lengi. Ekki var ég langstökkvari þegar að ég setti þetta met. Ég var ekki einu sinni farin að æfa tugþraut þegar að ég setti þetta met á sínum tíma. Var nýkominn til baka úr fótbroti. Það stóð en er nú fallið. Sem betur fer. Loksins.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira