Svakalega erfitt en stórkostlegt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2024 10:30 Hera var himinlifandi þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram. Sarah Louise Bennett/EBU Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi. „Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“ Bítið Eurovision Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira
„Um leið og þetta er búið að vera svakalega erfitt þá er þetta búið að vera stórkostlegt. Við vitum öll að við munum búa að þessu og þetta er bara búið að styrkja okkur og þroska okkur,“ segir Hera Björk. Hún ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni en mikinn styr hefur staðið um þátttöku Íslands í keppninni vegna veru Ísraels í keppninni og stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. Líður eins og sigurvegara „Mér líður bara vel. Okkur líður öllum eins og sigurvegurum, ég er ekkert að ljúga neinu með það,“ segir Hera Björk. Hún segir íslenska hópinn hafa gert sitt allra besta og lagt allt í þetta, hafi því ekki yfir neinu að kvarta. „Við fundum æðislegan meðbyr frá salnum og bara alls staðar og sáum á samfélagsmiðlum, fólk var ánægt og stolt og við erum bara glöð. Lagið er komið áfram, lagið er komið inn í hjörtu á milljónum manns út um allan heim og boðskapurinn okkar með því um að láta ekki óttann ráða för og hafa kærleikann fyrir framan alltaf. Þannig við erum bara voða sæl.“ Hera segist of reynslumikil til þess að vera gröm yfir því að hafa ekki komist áfram. Það sé ljóst að keppnin sé frábær skemmtun þrátt fyrir að Ísland hafi ekki komist áfram, þar séu frábærir keppendur og frábær lög. Hera var í sex kílóa gylltum samfestingi og viðurkennir að hafa verið með vöðvabólgu í morgun. „Ég fór ekki úr honum fyrr en þrjú í nótt. Jú ég finn óneitanlega fyrir vöðvabólgu í dag í öxlunum þannig það var Voltaren Rapid beint í kremformi þegar ég vaknaði,“ segir hún hlæjandi. Njóta lífsins í tuttugu gráðum í Malmö Hera og íslenski hópurinn hyggjast njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag. Þar er hitinn nú á bilinu 18 til 22 gráður. Hera segist ætla að nýta tækifærið og stökkva í sjóinn en hún fór í bröns með fjölskyldunni í morgun. Verðuru í salnum á laugardaginn? „Ég veit það ekki. Já mögulega. Það er nú búið að bjóða okkur það. Við eigum bara eftir að ákveða það. Við ætlum bara að leiga okkur hjól og fara í siglingar og við ætlum bara að njóta Malmö. Við höfum ekkert getað gert það og núna bara hefst það.“
Bítið Eurovision Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Sjá meira