Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það verða sífellt ólíklegra að kvikuhlaup leiði einungis til aukins streymis í núverandi gosi. Vísir/Arnar Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira