„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2024 21:12 Elmar Erlingsson fór á kostum í kvöld Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur. „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum. ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
„Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum.
ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira