Össur segir Jóni Gnarr að „hætta að væla“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:35 Össur líkti orðræðu Jóns í garð Katrínar sem hegðun sem sæmdi Georgi Bjarnfreðarsyni. Vísir/Samsett Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og utanríkisráðherra fer ófögrum orðum um orðræðu Jóns Gnarr um framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta. Jóni hefur verið tíðrætt um að honum finnist óvenjulegt að sitjandi forsætisráðherra skuli bjóða sig fram og hefur kallað framboð hennar „steikt og absúrd.“ Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Þetta tekur Össur ekki undir og segir hann í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook að fólk eigi einfaldlega að hafa val. Vilji menn einstakling með „djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir“ eigi þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda. „Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann,“ segir Össur. Gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson Össur spyr sig hverjir megi þá bjóða sig fram til forseta fyrst fyrrverandi forsætisráðherra megi það ekki. „Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram?“ spyr Össur sig. „Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki,“ segir hann þá. Jafnframt segir Össur Jóni Gnarr að „hætta að væla um þetta í hverjum þætti“ og að „hætta að vera gnafinn eins og Georg Bjarnfreðarson. „Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20. apríl 2024 10:11