Menning

Bein út­sending: Setning Barnamenningarhátíðar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá setningu hátíðarinnar.
Frá setningu hátíðarinnar. Vísir

Barnamenningarhátíð hefst í dag, 23. apríl, og stendur yfir til 28. apríl. Hátíðin verður sett klukkan 9:45 í Hörpu í dag.

Þar munu 1600 börn fylla Hörpu og 700 leikskólabörn stíga á svið og 100 börn dansa.

Beina útsendingu frá viðburðinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Þema hátíðarinnar í ár er lýðræði og sérstök áhersla verður lögð á viðburði sem tengjast þemanu. Tilefni þess að lýðræði var valið sem þema hátíðarinnar er sú að íslenska lýðveldið á áttatíu ára afmæli þann 17. júní næstkomandi.

200 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar.

Hátíðin mun fara fram um alla Reykjavíkurborg og býður upp á stórar og smáar sýningar og viðburði sem eru skipulagðir fyrir börn eða með börnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×