„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2024 07:02 Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, ræddi um ástina, móðurhlutverkið, tónlistina, tilveruna og margt fleira í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður. GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“ Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
GDRN var viðmælandi í Einkalífinu en hér má sjá viðtalið við hana í heild sinni: Tilfinningarnar enn stærri við barnseignir Guðrún er í sambúð með Árna Steini lækni og saman eiga þau soninn Steinþór Jóhann. Í viðtalinu segir Guðrún að það sé fjölskyldan sé hennar griðarstaður og það sem haldi henni alltaf á jörðinni. Þá er makinn hennar ekki mikið fyrir sviðsljósið, sem hún segir að sé bara dásamlegt. „Ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri the one and only. Þetta var hrifning, aðdáun og virðing alveg frá fyrstu sekúndu sem ég hitti hann og það hefur bara orðið stærra og betra og fallegra með hverjum deginum. Ég tala nú ekki um í þessu foreldrahlutverki. Að sjá hann verða faðir barnsins míns, þetta eru risa stórar tilfinningar sem maður getur eiginlega ekki borið saman við neitt annað. Já, ég held ég hafi alltaf vitað það að hann væri kominn til að vera,“ segir Guðrún brosandi. GDRN er ein þekktasta tónlistarkona landsins en ástin hefur reynst henni mikill innblástur í tónlistinni.Vísir/Vilhelm Virðingin mikilvægust Aðspurð hvað sé mikilvægast fyrir hana í samböndum segir hún: „Ég held að það sem skipti mestu máli sé virðingin fyrir maka sínum, að virða tilfinningar, geta lagt egóið til hliðar og geta tekið gagnrýni en þetta eru oft erfiðar tilfinningar að takast á við. Og muna að báðir aðilar eru að gera sitt allra besta varðandi lífið sitt saman, ekki gagnrýna það. Um leið og maður fattar að við erum saman í liði þá erum við bara saman í liði. Þetta er ekki ég á móti þér, maður er tilbúinn að gera hvað sem er til þess að vera samstíga í þessu lífi. Ég vissi að þetta væri málið þegar að ég fattaði að með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf. Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr. Að finna þennan styrk í sjálfri sér með því að vera með einhverjum öðrum, þá veit maður.“
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Tengdar fréttir „Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01 „Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. 14. apríl 2024 07:01
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. 11. apríl 2024 07:00