Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. október 2023 10:44 Nokkrar tegundir af tertum eru í boði á kaffihúsi Perlunnar. Sama verð er á þeim öllum, 2.490 krónur. Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. Á dögunum birti Óli Geir Jóhannesson færslu á Facebook hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.“ Óli birti mynd af köku, svampbotnatertu með jarðaberjarjóma. Sneiðin kostar 2.490 krónur en sama verð er á öllum tertusneiðum. Óli segist hafa orðið vitni af hópi ferðamanna sem hafi ætlað að fá sér veitingar á kaffihúsinu í Perlunni. Þeir hafi snarlega hætt við þegar þeir litu á verðmiðann á kræsingunum. Í samtali við fréttastofu segir Óli Geir að honum hafi ofboðið verðlagningin. „Mér ofbauð í fyrsta lagi að það sé verið að láta fólk borga sig inn í Perluna, þrátt fyrir að það sé að fara á kaffihús. Og verðið á veitingunum þarna, þetta er eins og heil máltíð á ódýrum veitingastað.“ Óli var staddur í Perlunni með hópi fólks sem hafði ætlað að fá sér veitingar og njóta útsýnisins. Þau hættu snarlega við þegar þau sáu verðið og fengu sér uppáhellt kaffi sem hann segir einnig hafa verið rándýrt. Þá hafi hann séð ferðamenn sem „kipptust við“ þegar þeir sáu verðið á veitingunum og hrökkluðust aftur út. Óli, sem sjálfur er bakari, segist gruna að terturnar séu ekki bakaðar á staðnum heldur séu fluttar frosnar til landsins. Perlan í Reykjavík er vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Fréttastofa ræddi við Ármann Helgason, veitingastjóra Perlunnar sem þvertekur fyrir það að terturnar séu innfluttar. „Þær eru sérgerðar fyrir okkur, hann Örvar sem er með Nýja kökuhúsið bakar þær daglega. Með þessari kökusneið áttu að fá stóra ískúlu, vel af rjóma, og góða sneið sem er nærri 300 grömm, þetta er vel fyllandi kökusneið,“ segir Ármann. Blöskraði einnig verðið á kjötsúpu Óli gerði verðlagninu á kjötsúpu staðarins einnig að umtalsefni. Skammturinn af súpunni kostar 4.500 krónur. „Við erum að tala um svona fimmtíu grömm af kjöti, heitt vatn og grænmeti. Þetta er bara ósvífið,“ segir Óli. Ármann tekur undir þetta. Þetta er bara túristaverð. Því miður, þetta verð á kjötsúpunni, þetta er okur, ég er sammála því. Aðspurður um hvort Íslendingar fái betra verð segir Ármann að boðið sé upp á vildarkort sem gefi tíu prósent afslátt. Þá sé aðstæðan í Perlunni sérlega góð og útsýnið betra en á flestum öðrum stöðum. Fiskur og franskar fyrir fimm þúsund Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðlagning á kaffihúsi og veitingastað Perlunnar er til umræðu í umræddum Facebook hóp. Í ágúst birti Anna Sigríður Einarsdóttir mynd af kvittun fyrir þremur kaffibollum og þremur kökusneiðum. Eins og sjá má greiddi hún tæplega tíu þúsund krónur fyrir herlegheitin. Eins og sjá má greiddi Anna tæplega tíu þúsund krónur fyrir þrjá kaffibolla og þrjár tertusneiðar. Facebook/ Anna Sigríður Einarsdóttir Undir færsluna sköpuðust miklar umræður og margir voru afar hneykslaðir á verðlaginu. Einnig hefur verðið á fiskmeti staðarins verið til umræðu, en skammturinn af plokkfisk kostar 4.650 krónur og fiskur og franskar 4.950 krónur. „Þetta er góður skammtur af fiski, ekki bara frosinn fiskur og ljótar kartöflur,“ segir Ármann. Aðspurður um hvernig reksturinn gangi segir hann að nú sé að hægjast á. „Slow season er að koma inn í veitingarekstur yfir höfuð. Við erum að fara að endurskoða allt fyrir komandi tíma, nóvember og desember.“ Matseðillinn á kaffihúsi Perlunnar.Perlan Verðlag Veitingastaðir Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Á dögunum birti Óli Geir Jóhannesson færslu á Facebook hópnum „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.“ Óli birti mynd af köku, svampbotnatertu með jarðaberjarjóma. Sneiðin kostar 2.490 krónur en sama verð er á öllum tertusneiðum. Óli segist hafa orðið vitni af hópi ferðamanna sem hafi ætlað að fá sér veitingar á kaffihúsinu í Perlunni. Þeir hafi snarlega hætt við þegar þeir litu á verðmiðann á kræsingunum. Í samtali við fréttastofu segir Óli Geir að honum hafi ofboðið verðlagningin. „Mér ofbauð í fyrsta lagi að það sé verið að láta fólk borga sig inn í Perluna, þrátt fyrir að það sé að fara á kaffihús. Og verðið á veitingunum þarna, þetta er eins og heil máltíð á ódýrum veitingastað.“ Óli var staddur í Perlunni með hópi fólks sem hafði ætlað að fá sér veitingar og njóta útsýnisins. Þau hættu snarlega við þegar þau sáu verðið og fengu sér uppáhellt kaffi sem hann segir einnig hafa verið rándýrt. Þá hafi hann séð ferðamenn sem „kipptust við“ þegar þeir sáu verðið á veitingunum og hrökkluðust aftur út. Óli, sem sjálfur er bakari, segist gruna að terturnar séu ekki bakaðar á staðnum heldur séu fluttar frosnar til landsins. Perlan í Reykjavík er vinsæll ferðamannastaður. Vísir/Vilhelm Fréttastofa ræddi við Ármann Helgason, veitingastjóra Perlunnar sem þvertekur fyrir það að terturnar séu innfluttar. „Þær eru sérgerðar fyrir okkur, hann Örvar sem er með Nýja kökuhúsið bakar þær daglega. Með þessari kökusneið áttu að fá stóra ískúlu, vel af rjóma, og góða sneið sem er nærri 300 grömm, þetta er vel fyllandi kökusneið,“ segir Ármann. Blöskraði einnig verðið á kjötsúpu Óli gerði verðlagninu á kjötsúpu staðarins einnig að umtalsefni. Skammturinn af súpunni kostar 4.500 krónur. „Við erum að tala um svona fimmtíu grömm af kjöti, heitt vatn og grænmeti. Þetta er bara ósvífið,“ segir Óli. Ármann tekur undir þetta. Þetta er bara túristaverð. Því miður, þetta verð á kjötsúpunni, þetta er okur, ég er sammála því. Aðspurður um hvort Íslendingar fái betra verð segir Ármann að boðið sé upp á vildarkort sem gefi tíu prósent afslátt. Þá sé aðstæðan í Perlunni sérlega góð og útsýnið betra en á flestum öðrum stöðum. Fiskur og franskar fyrir fimm þúsund Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðlagning á kaffihúsi og veitingastað Perlunnar er til umræðu í umræddum Facebook hóp. Í ágúst birti Anna Sigríður Einarsdóttir mynd af kvittun fyrir þremur kaffibollum og þremur kökusneiðum. Eins og sjá má greiddi hún tæplega tíu þúsund krónur fyrir herlegheitin. Eins og sjá má greiddi Anna tæplega tíu þúsund krónur fyrir þrjá kaffibolla og þrjár tertusneiðar. Facebook/ Anna Sigríður Einarsdóttir Undir færsluna sköpuðust miklar umræður og margir voru afar hneykslaðir á verðlaginu. Einnig hefur verðið á fiskmeti staðarins verið til umræðu, en skammturinn af plokkfisk kostar 4.650 krónur og fiskur og franskar 4.950 krónur. „Þetta er góður skammtur af fiski, ekki bara frosinn fiskur og ljótar kartöflur,“ segir Ármann. Aðspurður um hvernig reksturinn gangi segir hann að nú sé að hægjast á. „Slow season er að koma inn í veitingarekstur yfir höfuð. Við erum að fara að endurskoða allt fyrir komandi tíma, nóvember og desember.“ Matseðillinn á kaffihúsi Perlunnar.Perlan
Verðlag Veitingastaðir Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent