Innlent

Öxna­dals­heiði lokuð vegna á­reksturs

Atli Ísleifsson skrifar
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Atli

Öxna­dals­heiði hefur verið lokuð vegna á­reksturs.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að lokað sé í Bakkaselsbrekku vegna umferðaróhapps sem unnið er að því að leysa úr. Snjóþekja og skafrenningur er á veginum og einnig er mjög blint þar. Þæfingsfærð og skafrenningur er í Öxnadal.

Öxnadalsheiðin var lokuð í gær og í nótt vegna ófærðar og slæms skyggnis og var loks opnað fyrir umferð á ný um klukkan níu í morgun. Var þá notast við fylgdarakstur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×