Innlent

Á­rekstur á Siglufjarðarvegi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Siglufjörður úr lofti. Áreksturinn átti sér stað á móts við gatnamótinn við Siglufjarðarflugvöll.
Siglufjörður úr lofti. Áreksturinn átti sér stað á móts við gatnamótinn við Siglufjarðarflugvöll. Vísir/Egill

Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir.

Að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, slökkviliðssjóra í Fjallabyggð, átti slysið sér stað á móts við gatnamótin við flugvöllinn á Siglufirði.

Veginum var lokað í stutta stund á meðan viðbragðsaðilar áttuðu sig á aðstæðum og tryggðu vettvang. Vegurinn hefur verið opnaður á ný og hefur lögregla tekið við vettvanginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×