Listamaðurinn á bak við Áfanga í Viðey látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 11:37 Einn stuðlabergsdranginn í Viðey. Reykjavík í bakgrunni. Listasafn Reykjavíkur Bandaríski listamaðurinn Richard Serra er látinn 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans. Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira
Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans.
Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Sjá meira