Listamaðurinn á bak við Áfanga í Viðey látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 11:37 Einn stuðlabergsdranginn í Viðey. Reykjavík í bakgrunni. Listasafn Reykjavíkur Bandaríski listamaðurinn Richard Serra er látinn 85 ára gamall. Hann var þekktastur fyrir listaverk sín úr stáli sem finna má um heima allan meðal annars í Viðey. Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans. Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Banamein Serra var lungnabólga en hann lést á heimili sínu á Long Island í New York í gær. Lögmaður Serra staðfesti andlátið við New York Times. Listaverk Serra voru reist um heim allan. Þau mátti finna í listasöfnum í París og eyðimörk í Katar þar sem fjórar risastórar stálplötur, hver fyrir sig fjórtán metra há, eru með 250 metra millibili. Fjórtán metra háu stálplöturnar í eyðimörkinni í Katar. Getty/Masashi Hara Þá má finna listaverkið Áfanga í Viðey eftir Serra en verkið samanstendur af átján stuðlabergsdröngum sem standa tveir og tveir saman og mynda hring um eyjuna. Annar dranginn í hverju pari er þrír metrar á lengd og staðsettur í tíu metra hæð en hinn er fjórir metrar og staðsettur í níu metra hæð. Toppar dranganna eru því allir jafnir, 13 metrum yfir sjávarmáli. Mislangt er á milli dranganna en bilið ákvarðast af landhallanum. Verkið vísar þannig í legu landsins. Richard Serra fæddist í San Francisco árið 1938. Faðir hans var spænskur en móðir hans rússnesk. Serra ólst upp við að fylgjast með föður sínum við vinnu í skipasmíðastöðvum. Richard Serra við stálskúlptúr fyrir utan Nýlistasafnið í New York í apríl 2007.David Corio/Redferns Hann er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Mörg leiðandi söfn hafa haldið einkasýningar á verkum hans, meðal annars Metropolitan Museum í New York árið 2010 og MoMA, sem heiðraði hann með tveimur yfirlitssýningum, árin 1986 og 2007. Verk hans voru tvisvar sýnd á Feneyjatvíæringinum og fjórum sinnum á Documenta sýningunni í Kassell, Þýskalandi. Og þannig má lengi telja enda hefur Serra verið lýst sem risa í myndlist samtímans.
Myndlist Viðey Andlát Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“