Snorri sakaður um að vera kynslóðavillingur Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2024 14:35 En, ég er bara 26 en ekki sjötugur, sagði Snorri Másson er hann hafði fengið það óþvegið hjá Gunnari Smára, að hann væri gamall karl fæddur í líkama ungmennis; gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. vísir/vilhelm „Gunnar Smári beitti því fantabragði að ýta ritstjóranum út úr skápnum, að ég væri gamall karl í ungum líkama. Minn málflutningur væri eins og ég væri sjötugur en ekki 26 ára,“ segir Snorri Másson forviða. En hann fer reglulega yfir fréttir vikunnar á vef sínum Ritstjóri.is Sérkennileg deila, ef deilu skal kalla, er risin milli þeirra Gunnars Smára Egilssonar, eins leiðtoga Sósíalistaflokksins og Snorra. Bestur með kálbögglum og sætsúpu Gunnar Smári ritaði nöturlega færslu á Facebook-vef Sósíalistaflokks Íslands þar sem hann hæðist að honum. „Snorri Másson er sem gamall karl sem fæddist í ungum líkama. Hann er bráðum 27 ára en talar og hugsar eins og hann sé bæði sjötugur og önugur. Ég átta mig alveg á því hvort Snorri sé að leika þessa týpu eða hvort hann sé nokkurskonar kynslóðavillingur,” skrifar Gunnar Smári. Og hann heldur áfram af miklu miskunnarleysi: „Ég hef heyrt hann halda því fram að afturhald sé hin nýja róttækni, svo það má vel vera að hann trúi að twenties séu hið nýja seventies. Að hlusta á mónólóga á vef hans ritstjori.is er eins og hádegisverður á Múlakaffi, gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. “ „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Og Gunnar Smári spyr hvort þetta sé virkilega rödd ungu kynslóðarinnar: „Eru ungir íslenskir karlar í dag eins og snýttir út úr nösinni á Kjartani Gunnarssyni?” Snorri getur vitaskuld ekki látið þessu ósvarað og hann hóf daglega reisu sína yfir það sem hann kallar „Fréttir vikunnar“ á því að svara Gunnari Smára. Og það áður en hann hóf að mæra styrktaraðila sína: „Við fögnum málefnalegri gagnrýni en ég verð hugsi þegar menn vísa bara í ártöl. Svona er nútíminn, þetta er gamaldags. Af hverju ræðum við ekki hugmyndirnar? Nei, þær eru gamaldags. Þetta er hætta hinnar blindu framfaratrúar. Að ganga út frá því að allt gangi til betri vegar, höfum við gengið götuna til góðs? Þetta var spurning Jónasar,“ segir Snorri. Snorri er helst á því að Gunnar Smára gerist hér sekur um öldrunarfordóma og segir: „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Snorri á reyndar í vök að verjast víðar en aldur hans virðist vefjast fyrir fólki. Meðan Sósíalistaforinginn telur hann fornan í lund sakar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Snorra um barnaskap á X, áður Twitter. https://t.co/4Vh4hncwZdÞað er barnaskapur hjá Ritstjóranum að vera að telja breytingar til að átta sig á heildaráhrifum skattabreytinga. Niðurstaðan fæst með því að kanna áhrifin á fólk og fyrirtæki. Sú niðurstaða er augljóslega sú að við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 21, 2024 Samfélagsmiðlar Eldri borgarar Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Sérkennileg deila, ef deilu skal kalla, er risin milli þeirra Gunnars Smára Egilssonar, eins leiðtoga Sósíalistaflokksins og Snorra. Bestur með kálbögglum og sætsúpu Gunnar Smári ritaði nöturlega færslu á Facebook-vef Sósíalistaflokks Íslands þar sem hann hæðist að honum. „Snorri Másson er sem gamall karl sem fæddist í ungum líkama. Hann er bráðum 27 ára en talar og hugsar eins og hann sé bæði sjötugur og önugur. Ég átta mig alveg á því hvort Snorri sé að leika þessa týpu eða hvort hann sé nokkurskonar kynslóðavillingur,” skrifar Gunnar Smári. Og hann heldur áfram af miklu miskunnarleysi: „Ég hef heyrt hann halda því fram að afturhald sé hin nýja róttækni, svo það má vel vera að hann trúi að twenties séu hið nýja seventies. Að hlusta á mónólóga á vef hans ritstjori.is er eins og hádegisverður á Múlakaffi, gamlakarlstuð sem er best með kálbögglum og sætsúpu með tvíbökum. “ „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Og Gunnar Smári spyr hvort þetta sé virkilega rödd ungu kynslóðarinnar: „Eru ungir íslenskir karlar í dag eins og snýttir út úr nösinni á Kjartani Gunnarssyni?” Snorri getur vitaskuld ekki látið þessu ósvarað og hann hóf daglega reisu sína yfir það sem hann kallar „Fréttir vikunnar“ á því að svara Gunnari Smára. Og það áður en hann hóf að mæra styrktaraðila sína: „Við fögnum málefnalegri gagnrýni en ég verð hugsi þegar menn vísa bara í ártöl. Svona er nútíminn, þetta er gamaldags. Af hverju ræðum við ekki hugmyndirnar? Nei, þær eru gamaldags. Þetta er hætta hinnar blindu framfaratrúar. Að ganga út frá því að allt gangi til betri vegar, höfum við gengið götuna til góðs? Þetta var spurning Jónasar,“ segir Snorri. Snorri er helst á því að Gunnar Smára gerist hér sekur um öldrunarfordóma og segir: „Munum að þú ert gamli kallinn!“ Snorri á reyndar í vök að verjast víðar en aldur hans virðist vefjast fyrir fólki. Meðan Sósíalistaforinginn telur hann fornan í lund sakar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Snorra um barnaskap á X, áður Twitter. https://t.co/4Vh4hncwZdÞað er barnaskapur hjá Ritstjóranum að vera að telja breytingar til að átta sig á heildaráhrifum skattabreytinga. Niðurstaðan fæst með því að kanna áhrifin á fólk og fyrirtæki. Sú niðurstaða er augljóslega sú að við höfum lækkað skatta, gjöld og tolla.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 21, 2024
Samfélagsmiðlar Eldri borgarar Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira