Innlent

Barmur hrauntjarnar við það að bresta og mikil mengun í Svarts­engi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á gosinu á Reykjanesi sem hófst á laugardagskvöld. 

Barmur hrauntjarnar sem hefur myndast nærri Suðurstrandaveg gæti brostið og almannavarnir óttast að hraun gæti þá runnið á miklum hraða yfir veginn.

Þá fjöllum við um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum en fjármálaráðherra hefur lýst sig ósammála þeim fyrirætlunum. 

Að auki verður rætt við Herdísi Storgaard sérfræðing í slysavörnum sem segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. 

Í íþróttafréttum fjöllum við svo um átta liða úrslitin í ensku bikarkeppninni frá því gær og segjum frá vistaskiptum hjá handboltamanninum Arnóri Viðarssyni sem er á leið í atvinnumennsku í Danmörku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×