Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 23:19 Frá gosstöðvunum í kvöld. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. „Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi. Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi.
Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira