Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 12:03 Minkurinn virðist horfa í kringum sig eins og versti þjófur. Mögulega er markmiðið að komast í hænsnabú á meðan vinnandi fólk er að heiman. Myndin er tekin við Bakkavör. Sólveig Þórhallsdóttir Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. „Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á. Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
„Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á.
Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira