Segir annað fólk verst fyrir taugakerfið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. mars 2024 17:01 Ragga nagli er þekkt fyrir hreinskilna pistla um heilsu og lífsstíl. Úr einkasafni Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir samskipti okkar við annað fólk hafa áhrif á taugakerfið, á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl. Að sögn Röggu er mikilvægt að rækta sambönd sem hafa róandi áhrif á taugakerfið í stað þeirra sem ýta undir streitu, ótta og kvíða. Sultuslök eða tilbúin í baráttu? „Það allra besta fyrir taugakerfið okkar er annað fólk. En samtímis er annað fólk það allra versta fyrir taugakerfið. Því við getum annaðhvort eytt tíma með fólki og sósað okkur uppúr og niðurúr í vellíðunarhormónum af serótónín, dópamíni og oxýtócini. Erum sultuslök og glöð eins og sprengsaddur hvítvoðungur eftir brjóstagjöf. Upplifum ást, samþykki, samkennd og finnumst við vera og gera alveg nóg,“ segir Ragga í færslu á Facebook og heldur áfram: „Eða við getum átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða.“ Lokaðu á neikvæð sambönd Ragga segir mikilvægt að einblína á sambönd sem næra okkur á jákvæðan og uppbyggilegan máta og loka á þau sem draga úr okkur. „Sía út fólk sem mergsýgur batteríið okkar og vanvirða mörkin okkar ítrekað. Eru á sjálfshátíð í hvert skipti sem þið hittist og spyrja ekkert út í þína hagi. Eyða miklum tíma með fólki sem nærir og gefur orku, hlustar af athygli, veitir ráðleggingar ef við biðjum um það og tékkar reglulega á hvernig við höfum það,“ segir Ragga. „Samböndin okkar geta annað hvort sett taugakerfið lóðrétt á felguna föst í spennitreyju, eða vafið því í dúnmjúka sæng með heitt kakó á kantinum og Kenny G á fóninum. Þess vegna þurfum við að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en miðaldra saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð.“ Heilsa Tengdar fréttir Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57 Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Að sögn Röggu er mikilvægt að rækta sambönd sem hafa róandi áhrif á taugakerfið í stað þeirra sem ýta undir streitu, ótta og kvíða. Sultuslök eða tilbúin í baráttu? „Það allra besta fyrir taugakerfið okkar er annað fólk. En samtímis er annað fólk það allra versta fyrir taugakerfið. Því við getum annaðhvort eytt tíma með fólki og sósað okkur uppúr og niðurúr í vellíðunarhormónum af serótónín, dópamíni og oxýtócini. Erum sultuslök og glöð eins og sprengsaddur hvítvoðungur eftir brjóstagjöf. Upplifum ást, samþykki, samkennd og finnumst við vera og gera alveg nóg,“ segir Ragga í færslu á Facebook og heldur áfram: „Eða við getum átt sambönd og samskipti sem marinera okkur í kortisóli, adrenalíni og noradrenalíni, tætt og tjásuð í streitukerfinu. Stöðugt í varnarham með alla vöðva grjótspennta tilbúin í baráttu, og taugarnar þandar í ótta og kvíða.“ Lokaðu á neikvæð sambönd Ragga segir mikilvægt að einblína á sambönd sem næra okkur á jákvæðan og uppbyggilegan máta og loka á þau sem draga úr okkur. „Sía út fólk sem mergsýgur batteríið okkar og vanvirða mörkin okkar ítrekað. Eru á sjálfshátíð í hvert skipti sem þið hittist og spyrja ekkert út í þína hagi. Eyða miklum tíma með fólki sem nærir og gefur orku, hlustar af athygli, veitir ráðleggingar ef við biðjum um það og tékkar reglulega á hvernig við höfum það,“ segir Ragga. „Samböndin okkar geta annað hvort sett taugakerfið lóðrétt á felguna föst í spennitreyju, eða vafið því í dúnmjúka sæng með heitt kakó á kantinum og Kenny G á fóninum. Þess vegna þurfum við að velja af kostgæfni hverjum við eyðum tíma með svo taugakerfið okkar sé í meira stuði en miðaldra saumaklúbbshópur á sjöunda búbbluglasi í sumarbústaðaferð.“
Heilsa Tengdar fréttir Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57 Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hollur bragðarefur fyrir helgina að hætti Röggu nagla Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að hollum bragðaref með fylgjendum sínum á Instagram. Uppskriftin er líkt og gefur til kynna hollari en hinn hefðbundni bragðarefur. 19. janúar 2024 16:57
Skotheld streituráð Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, birti pistil á Facebook með einföldum ráðum sem geta gagnast til að fyrirbyggja streitu í daglegu lífi. Hún segir neikvætt sjálfstal, markaleysi og mataræði spila stórt hlutverk. 24. nóvember 2023 12:02