„Þetta er ekki beint það sem fólk kaus“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 21:51 Skiltið hans Jóhanns tók nokkrum breytingum eftir að borgin tók við hönnuninni. vísir Breiðhyltingur, sem átti tillögu að skilti sem býður fólk velkomið í hverfið í hugmyndakeppninni Hverfið mitt í fyrra og var samþykkt, segir miður að endanleg hönnun skiltisins sé ekki í anda Breiðholtsins. Allan karakter vanti í útlit þess. „Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
„Það var aðallega leiðinlegt að sjá hvað eitthvað, sem getur verið svo stórt, flott og skemmtilegt, var lagt til hliðar fyrir eitthvað sem einhverjum sem kunna meira í fræðunum finnst fallegt og meira í takt við tímann. Þetta er ekki beint það sem fólk kaus,“ segir Jóhann Sveinsson, Breiðhyltingur og hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið. Jóhann vakti athygli á því á Twitter í dag að hönnun að Breiðholtsskiltinu væri tilbúin. Lítið og krúttlegt skilti, skrifar Jóhann á Twitter. Ekki beint í anda þess sem hann lagði til. Tillaga Jóhanns minnir óneitanlega á hverfisskilti frá Bandaríkjunum, stórt og valdeflandi eins og Jóhann orðar það. Áhugavert líka hversu minimalísk hönnunin er en minimalismi er eins langt frá öllu sem tengist hverfinu og mögulegt er.— JS el johann (@Eljohann4) March 12, 2024 Niðurstaðan er öllu mínímalískari. Skandinavísk í útliti og rímar ekki vel að mati Jóhanns við hráan anda Breiðholtsins. Hann segist í samtali við fréttastofu viljað sjá útfærslu, sem líktist heldur þeirri tillögu sem hann lagði upprunalega fram. „Já, sem var svona stórt og valdeflandi. Mér finnst leiðinlegt hvað er búið að draga úr stærðinni, leiðinlegt að þetta sé orðinn einhver álkassi.“ Fólk hafi haft samband við hann í dag og furðað sig á útfærslu borgarinnar. „Fólk er eiginlega bara hissa á því að það sé verið að gera eitthvað annað en allir kusu,“ segir Jóhann. Svekktur að svona fór Ekkert samráð hafi verið haft við hugmyndasmiðina við hönnun skiltisins. Hann hafi fengið mynd af endanlegri hönnun skiltisins senda og fengið leyfi til að birta mynd af því. „Það var aldrei spurt: Finnst ykkur þetta flott? Viljið þið hafa þetta svona?“ segir Jóhann. Ertu svekktur að hönnunin sé svona en ekki eins og þú lagðir upp með? „Já, eða það er bara leiðinlegt að þetta sé að falla í eitthvað svona form. Þetta skilti hefði getað verið svo mikil sérstaða. Það vantar karakter í skiltið.“ Rætt var við Jóhann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í haust þegar tillaga hans var kosin af hverfisbúum.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14 Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00 Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. 2. október 2023 23:14
Breiðholtsstiginn meðal þess sem hlaut flest atkvæði Umdeildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts var meðal vinsælustu verkefnanna sem kosin voru til framkvæmda af íbúum Reykjavíkur á vegum samráðsverkefnis Reykjavíkur við íbúa árið 2021. Verkefnastjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn. 31. maí 2023 08:00
Ærslabelgir, gosbrunnar og stytta af Vigdísi Finnbogadóttur Hugmyndasöfnunin fyrir verkefnið „Hverfið mitt“ er í fullum gangi og hafa meira en fimm hundruð hugmyndir borist nú þegar. Ljóst er að borgarbúar láti hugmyndaflugið ráða för. 3. október 2022 12:46