Grindavíkurbær heiðursgestur Menningarnætur 2024 Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2024 12:23 Mikil stemmning er jafnan í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt í ágúst á ári hverju. Vísir/Vilhelm Grindavíkurbær verður heiðursgestur Menningarnætur Reykjavíkurborgar þann 24. ágúst 2024. Tilefnið er vinatengsl bæjarfélaganna og fimmtíu ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar í ár. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að bæjarstjórn Grindavíkur hafi þegið boðið og þakki borgarstjóra og borgarráði Reykjavíkur þann heiður sem Grindavíkurbæ sé sýndur af þessu tilefni. Haft er eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra, að hann fagni þátttöku Grindavíkurbæjar. „Það er okkur mikill heiður að fá að bjóða Grindvíkingum að vera heiðursgestir á Menningarnótt í ár. Grindavíkingar hafa gengið í gegnum miklar hremmingar, sem því miður sér ekki fyrir endann á. Þegar á reynir er mikilvægt að sýna stuðning og efla vinatengsl. Grindavík fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli sínu í ár og það er fullt tilefni til þess að sýna samtakamátt og fagna því saman,“ er haft eftir Einari. Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er hátíðin ávallt haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag árið 1786 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni. Sveitarfélög eða félagasamtök hafa í gegnum árin verið heiðursgestir á Menningarnótt í þeim hópi eru meðal annarra Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið, stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland og í fyrra var það Vestmannaeyjabær sem þá hélt upp á að 50 ár voru liðin frá goslokum. Menningarnótt Grindavík Reykjavík Borgarstjórn Menning Tengdar fréttir Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. 7. október 2022 13:29 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að bæjarstjórn Grindavíkur hafi þegið boðið og þakki borgarstjóra og borgarráði Reykjavíkur þann heiður sem Grindavíkurbæ sé sýndur af þessu tilefni. Haft er eftir Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra, að hann fagni þátttöku Grindavíkurbæjar. „Það er okkur mikill heiður að fá að bjóða Grindvíkingum að vera heiðursgestir á Menningarnótt í ár. Grindavíkingar hafa gengið í gegnum miklar hremmingar, sem því miður sér ekki fyrir endann á. Þegar á reynir er mikilvægt að sýna stuðning og efla vinatengsl. Grindavík fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli sínu í ár og það er fullt tilefni til þess að sýna samtakamátt og fagna því saman,“ er haft eftir Einari. Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og er hátíðin ávallt haldin fyrsta laugardag eftir 18. ágúst en þann dag árið 1786 fékk Reykjavíkurborg kaupstaðarréttindi. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í viðburðahaldi í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu í miðborginni. Sveitarfélög eða félagasamtök hafa í gegnum árin verið heiðursgestir á Menningarnótt í þeim hópi eru meðal annarra Ísafjörður, Akranes, Þórshöfn í Færeyjum, Blindrafélagið, stuðningssamtökin Support for Ukraine Iceland og í fyrra var það Vestmannaeyjabær sem þá hélt upp á að 50 ár voru liðin frá goslokum.
Menningarnótt Grindavík Reykjavík Borgarstjórn Menning Tengdar fréttir Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. 7. október 2022 13:29 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eyjastemmning á næstu Menningarnótt í Reykjavík Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af fimmtíu ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. 7. október 2022 13:29