Hátíðleg kransakaka fyrir fermingardaginn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. mars 2024 09:25 Helga Magga töfraði fram fallega kransaköku skreytta lifandi blómum. Fermingarnar eru á næsta leiti með tilheyrandi veisluhöldum. Af því tilefni töfraði matarbloggarinn Helga Magga fram hátíðlega kransaköku skreytta fallegum blómum sem væri tilvalin í fermingarveisluna. „Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna. Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Það er mælt með því að baka kransakökuna tímanlega og frysta hana. Hún verður betri þannig. Ég tek hana svo út úr frystinum kvöldinu áður en ég ætla að skreyta hana eða að morgni,“ skrifaði Helga Magga og deildi uppskriftinni og aðferð með fylgjendum sínum á Instagram. Hátíðleg kransakaka Hráefni Fjórtán til sextán hringir: 1 kg kransakökumassi 500 g sykur 2 eggjahvítur Átján hringir: 1,5 kg kransakökumassi 750 g sykur 3 eggjahvítur Glassúr Ein eggjahvíta Flórsykur (misjafnt hversu mikið) Sítrónusafi nokkrir dropar View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) Aðferð Stillið ofninn á 190°C undir og yfir hita.Byrjið á að hræra massanum og sykrinum aðeins saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Bætið eggjahvítunum út í og hrærið áfram. Massinn á að vera þéttur og ekki of blautur. (Ef eggin eru stór gæti verið gott að nota aðeins minna af eggjahvítunum.)Setjið massann í kæli yfir nótt eða nokkrar klukkustundir áður en hann er bakaður.Þá er að hefjast handa og búa til hringina.Skerið part af massanum og rúllið í lengjur. Gott að nota reglustiku eða málband til að mæla þykktina. Hver lengja á að vera 1,5 cm á breidd. Taktu reglustikuna og mældu fyrsta hringinn 10 cm langan. Eftir það eru þremur cm bætt við næta hring.(13 cm lengja, 16 cm lengja, 19 cm lengja og svo framvegis.) Myndaðu hring úr lengjunum. Notið smá vatn til að loka sárin.Setjið hringina á plötu. Gott að raða þeim vel með smá bil á milli hringja. Áður en þeir eru bakaðir er sniðugt að dúmpa aðeins ofan á þá með hnífsblaði til að slétta misfellur.Bakað í 11-13 mínútur. Fylgist vel með þeim svo þeir verða ekki of dökkir. Við viljum að hringirnir séu ljósbrúnir. Kakan er sett í frysti og tekin út kvöldinu áður. Skreytið kökuna sama morgun og hún er borin fram. Skreyting Glassúr Þeytið saman einni eggjahvítu, flórsykri og nokkrum dropum af sítrónusafa. Sigtið safann út í. Bætið flórsykri í skálina þar til blandan fer að þykkna og orðin teygjanleg. Ef glassúrinn er of þykkur má bæta meiri sítrónusafa út í. Byrjið á að sprauta á neðsta hringinn. Gott að setja örlítið af glassúrnum undir til að festa hann við diskinn. Skreytið einn hring í einu og setjið næsta hring ofan á til að þeir festast saman. Í lokin má bæta við blómum eða öðru skrauti. Aðferðina má sjá í myndskeiðinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Helga Magga I Macros næringarþjálfun (@helgamagga) „Það er skemmtilegt að baka kransaköku sjálfur, ódýrt, en vissulega tekur það smá tíma. Skemmtilegt að baka saman með fermingarbarni og leyfa því að velja skrautið sem fer á kökuna. Ég elska að skreyta kökur með lifandi blómum, alltaf gott þegar notuð eru lifandi blóm að setja þau á kökuna stuttu fyrir veisluna, amk. ekki kvöldinu áður,“ skrifar Helga Magga við færsluna.
Fermingar Uppskriftir Kökur og tertur Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira