Réttlæti ekki hvernig sum hafi leyft sér að tala um Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 12:00 Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata. Vísir/Sigurjón Alexandra Briem borgarfulltrúi segir að það hefðu verið sterk skilaboð að senda Bashar Murad út til Malmö að keppa í Eurovision í ár. Vegna úrslita Söngvakeppninnar í gærkvöldi telur Alexandra réttast að sniðganga keppnina. Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“ Eurovision Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu Alexöndru. Þar segist hún skilja að margir séu vonsviknir yfir úrslitunum í gær þar sem Hera fór með sigur af hólmi eftir einvígi gegn Bashar. Hún segist sjálf vera vonsvikin. „Það að senda Bashar hefðu verið sterk skilaboð og hefðu getað verið leið fyrir hluta þjóðarinnar til þess að fylgjast með keppninni í ár þrátt fyrir þátttöku Ísraels, vegna þess að framlag Íslands hefði verið að senda þeim mjög skýrt hvað okkur finnst.“ Alexandra segist sjálf ekki viss um að það hefði dugað sér miðað við það sem er í gangi í Palestínu. En hún skilur að fólki hafi fundist það ágætis lausn. Réttlætir ekki illt tal um Heru „Án þess, þá er þetta mjög einfalt. Við fylgjumst ekki með keppninni, förum ekki í Eurovisionpartý og tökum ekki þátt í símakosningu. Að öllu þessu sögðu, þá réttlætir það ekki hvernig sum hafa leyft sér að tala um Heru.“ Alexandra segir Heru vera góða söngkonu og góða manneskju. Þó svo að einhver af þeim sem kusu hana hafi haft það sérstaklega sem leiðarljós að senda ekki Bashar, eða önnur furðuleg sjónarmið, sé líka fólk sem finnist hún frábær og hafi viljað senda hana. „Hún má keppa og reyna að vinna án þess að það sé litið á það sem einhverja sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Ísrael. Þó að ég persónulega myndi ekki vilja fara út og keppa við þessar aðstæður í hennar sporum, þá er það ekki skylda að vera sammála mér um það,“ segir Alexandra. „Við getum verið vonsvikin með að fá ekki tækifærið til að senda skilaboðin sem við vildum án þess að gera það svona hatrammt gegn henni persónulega, og það að láta þannig gegn henni grefur undan málstaðnum og lætur okkur líta illa út. Við sjáum hversu fullkomlega ógeðfellt það er hvernig verstu týpurnar hafa leyft sér að tala um Bashar, förum ekki niður á það plan. Verum betri. Það er þá bara sniðganga á keppnina, sem var hvort eð er plan A.“
Eurovision Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira