Ríkið gerir kröfu til túna í Borgarfirði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. mars 2024 06:42 Þau eru falleg túnin í Borgarfirði en svo virðist sem heiti þeirra eða örnefni hafi ráðið því að tvö þeirra rötuðu í kröfugerð ríkisins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið hefur gert kröfu til „hólma“ langt inni í landi í kröfugerð sinni um þjóðlendur á svæði 12, sem nær til eyja og skerja til Íslands. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sönnunarbyrðin er lögð á eigendur umræddra eiga, sem þurfa að gera mótkröfu og sanna eignarhald sitt. Krafan til umrædds „hólma“ kemur þó sérstakleg á óvart en um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði. „Þetta er eins fáránlegt og mest má vera. Það var ekki annað en hægt að hlæja í fyrstu en svo er ég bara fjúkandi reið yfir því að svona mistök séu gerð,“ hefur Morgunblaðið eftir Þórhildi Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði. Hún segir ríkið ekki aðeins hafa gert kröfu um umrætt tún, sem ber heitið Kerlingarhólmi, heldur einnig annað tún sem ber heitið Hólsey og er enn lengra inni í dal. „Nú er það svo að ríkið er búið að lýsa kröfu í þennan túnbleðil okkar. Ef kröfugerðin í þennan ágæta hólma er lesin þá geta allir sem eru svona sæmilega viti bornir og þokkalega lesandi séð að hann er ekki nálægt neinu fjöruborði og það gætir alls ekki neinna sjávarfalla. Vissulega getur Norðurá verið stórstreymis fljót stundum en fjandinn hafi það. Hvers konar vinnubrögð eru þetta?“ spyr Þórhildur á Facebook. Morgunblaðið segir málið í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sönnunarbyrðin er lögð á eigendur umræddra eiga, sem þurfa að gera mótkröfu og sanna eignarhald sitt. Krafan til umrædds „hólma“ kemur þó sérstakleg á óvart en um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði. „Þetta er eins fáránlegt og mest má vera. Það var ekki annað en hægt að hlæja í fyrstu en svo er ég bara fjúkandi reið yfir því að svona mistök séu gerð,“ hefur Morgunblaðið eftir Þórhildi Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði. Hún segir ríkið ekki aðeins hafa gert kröfu um umrætt tún, sem ber heitið Kerlingarhólmi, heldur einnig annað tún sem ber heitið Hólsey og er enn lengra inni í dal. „Nú er það svo að ríkið er búið að lýsa kröfu í þennan túnbleðil okkar. Ef kröfugerðin í þennan ágæta hólma er lesin þá geta allir sem eru svona sæmilega viti bornir og þokkalega lesandi séð að hann er ekki nálægt neinu fjöruborði og það gætir alls ekki neinna sjávarfalla. Vissulega getur Norðurá verið stórstreymis fljót stundum en fjandinn hafi það. Hvers konar vinnubrögð eru þetta?“ spyr Þórhildur á Facebook. Morgunblaðið segir málið í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira