Ríkið gerir kröfu til túna í Borgarfirði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. mars 2024 06:42 Þau eru falleg túnin í Borgarfirði en svo virðist sem heiti þeirra eða örnefni hafi ráðið því að tvö þeirra rötuðu í kröfugerð ríkisins. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið hefur gert kröfu til „hólma“ langt inni í landi í kröfugerð sinni um þjóðlendur á svæði 12, sem nær til eyja og skerja til Íslands. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sönnunarbyrðin er lögð á eigendur umræddra eiga, sem þurfa að gera mótkröfu og sanna eignarhald sitt. Krafan til umrædds „hólma“ kemur þó sérstakleg á óvart en um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði. „Þetta er eins fáránlegt og mest má vera. Það var ekki annað en hægt að hlæja í fyrstu en svo er ég bara fjúkandi reið yfir því að svona mistök séu gerð,“ hefur Morgunblaðið eftir Þórhildi Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði. Hún segir ríkið ekki aðeins hafa gert kröfu um umrætt tún, sem ber heitið Kerlingarhólmi, heldur einnig annað tún sem ber heitið Hólsey og er enn lengra inni í dal. „Nú er það svo að ríkið er búið að lýsa kröfu í þennan túnbleðil okkar. Ef kröfugerðin í þennan ágæta hólma er lesin þá geta allir sem eru svona sæmilega viti bornir og þokkalega lesandi séð að hann er ekki nálægt neinu fjöruborði og það gætir alls ekki neinna sjávarfalla. Vissulega getur Norðurá verið stórstreymis fljót stundum en fjandinn hafi það. Hvers konar vinnubrögð eru þetta?“ spyr Þórhildur á Facebook. Morgunblaðið segir málið í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Sönnunarbyrðin er lögð á eigendur umræddra eiga, sem þurfa að gera mótkröfu og sanna eignarhald sitt. Krafan til umrædds „hólma“ kemur þó sérstakleg á óvart en um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði. „Þetta er eins fáránlegt og mest má vera. Það var ekki annað en hægt að hlæja í fyrstu en svo er ég bara fjúkandi reið yfir því að svona mistök séu gerð,“ hefur Morgunblaðið eftir Þórhildi Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði. Hún segir ríkið ekki aðeins hafa gert kröfu um umrætt tún, sem ber heitið Kerlingarhólmi, heldur einnig annað tún sem ber heitið Hólsey og er enn lengra inni í dal. „Nú er það svo að ríkið er búið að lýsa kröfu í þennan túnbleðil okkar. Ef kröfugerðin í þennan ágæta hólma er lesin þá geta allir sem eru svona sæmilega viti bornir og þokkalega lesandi séð að hann er ekki nálægt neinu fjöruborði og það gætir alls ekki neinna sjávarfalla. Vissulega getur Norðurá verið stórstreymis fljót stundum en fjandinn hafi það. Hvers konar vinnubrögð eru þetta?“ spyr Þórhildur á Facebook. Morgunblaðið segir málið í skoðun í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira