Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:24 Katrín Lilja vill að ökumaðurinn verði látin bera ábyrgð á glannaskapnum í gær. vísir/einar árnason Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur. Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur.
Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03