Lífið

Hildur opin­berar sam­bandið á samfélagsmiðlum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sex ára aldursmunur er á Páli og Hildi Sif.
Sex ára aldursmunur er á Páli og Hildi Sif. Hildur Sif

Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, birti fyrstu paramyndina af sér og kærastanum, Páli Orra Pálssyni útvarpsmanni FM957, á Instagram í gær í tilefni afmælis Páls. 

„Páll Orri. til hamingju með daginn besti,“ skrifar Hildur Sif við myndina.

Sex ára aldursmunur er á þeim Páli og Hildi, hann er fæddur árið 1999 og hún 1993.

Hildur Sif er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá SaltPay. Auk þess hefur hún getið sér gott orð á samfélagsmiðlum og mætti flokkast sem áhrifavaldur. Þá er hún eins og áður segir innmúruð í fyrrnefndan LXS-vinahóp sem gerði garðinn frægann með samnefndri raunveruleikaseríu á Stöð 2.

Páll Orri nam lög við Háskólann í Reykjavík og stundar nú nám í verðbréfamiðlun við sama skóla. Verðbréfin hefur hann lagt fyrir sig hjá Íslandsbanka en auk þess þykir mikið til hans koma í hlutverki þáttastjórnanda Veislunnar, útvarpsþáttar á FM957. Páll Orri hefur verið virkur í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins en laut í lægra haldi í formannskosningu Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, í apríl í fyrra.


Tengdar fréttir

Tekur andlega vellíðan fram yfir skoðanir annarra

Áhrifavaldurinn og dansarinn Ástrós Traustadóttir hefur lagt línurnar fyrir árið með persónulegri markmiðasetningu. Hún birti lista á samfélagsmiðli sínum þar sem andleg vellíðan og persónulegar áskoranir eru í forgrunni.

Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna LXS, og sambýlismaður hennar, Enok Jónsson, kynntust fyrir um tveimur árum síðan á skemmtistaðnum Bankastræti Club. Enok hélt upp á tvítugsafmæli sitt á staðnum, sem  var á þeim tíma í eigu Birgittu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×