Margir upplifi kvíða áður en þeir fara á eftirlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 10:49 Theodór Francis mætti í Bítið í morgun og ræddi um eftirlaunaárin. Bylgjan Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldur til þess að hugsa um það hvað það vill gera á þessum árum. Mikilvægt sé að skipuleggja sig en eðlilegt er að upplifa kvíða í aðdraganda tímamótanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Theodór segir að hann fái reglulega til sín einstaklinga sem upplifi kvíða þar sem þeir séu að nálgast starfslokaaldur. „Það er eins með þennan hluta af lífshlaupinu, hann þarf að vera undirbúinn. Alveg eins og við undirbúum okkur fyrir aðra þætti í lífinu. Þetta mun koma fyrir alla sem eru svo heppnir að fá að eldast, sem er ekki sjálfgefið,“ segir Theodór. Þetta séu þannig forréttindi. En á sama tíma sé þetta erfitt fyrir einstaklinga, að upplifa að þeir gegni ekki sama hlutverki og áður, í gegnum vinnu. „Það er þetta með að vakna inn í einhverja ákveðna tilveru. Ég er búinn að vakna inn í tilveruna að taka þátt í vinnunni og vera hluti af því, nú er það allt í einu búið, hef ég þá ekki lengur tilgang? Skipti ég ekki lengur máli? Þetta eru spurningar sem mjög margir velta fyrir sér.“ Theodór segir mikilvægt að huga að hugarfarinu. Hann rifjar upp að félagi sinn hafi alltaf talað um aldurinn eftir 67 ára sem síðmiðaldra, en ekki það að verða gamall. Þá spili fjárhagslegar áhyggjur inn í hjá mörgum. „Það eru ótrúlega margir á þessum stað sem kvíða því mjög mikið, hlutverkum sínum og því hvort það muni hafa þetta af? Eða mun það bara geta setið heima og ráðið krossgátur? Er það það eina sem eftirlaunaaldurinn býður mér?“ Hann segir mikilvægt að fólk einangri sig ekki. Það sýni sig að það sé það versta sem fólk geti gert við þessi tímamót. Mikilvægt sé að hafa eitthvað fyrir stafni og undirbúa sig. „Plana þetta. Tala um það við maka sinn. Tala um það við fólkið sitt, börnin sín, vini sína. Finna út hvaða tilgang ætla ég að búa mér til? Því lífið er áfram gott þó þú verðir síðmiðaldra.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Bítið Geðheilbrigði Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“