Sigursteinn Arndal: Dapurt að dómararnir gátu ekki farið í skjáinn Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2024 21:40 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét FH er úr leik í Powerade-bikarnum eftir fjögurra marka tap gegn Haukum 33-29. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. „Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal FH Powerade-bikarinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
„Mér fannst við aldrei ná varnarleik í leiknum og þar af leiðandi vorum við að elta meira og minna allan leikinn,“ sagði Sigursteinn Arndal í viðtali við Vísi eftir leik og hélt áfram. „Vörn og markvarsla helst í hendur og við vinnum og töpum sem lið. Við reyndum að gera ýmislegt en það var afar lítið sem gekk upp.“ FH gerði fyrstu tvö mörkin í leiknum en Haukar svöruðu með fimm mörkum í röð og gestirnir komust aldrei yfir eftir það. „Varnarlega vorum við ekki góðir og á sama tíma vorum við að klikka á dauðafærum. Þeir fengu sjálfstraust og það er erfitt að mæta Haukum þar sem þeir eru með gott handboltalið.“ Sigursteinn var ekki ánægður með byrjunina hjá FH bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Byrjunin okkar í seinni hálfleik var líka léleg varnarlega og stóðst ekki það sem við ætluðum okkur að gera.“ Aðspurður hvernig hann upplifði rauða spjaldið sem Jakob Martin Ásgeirsson fékk sagðist Sigursteinn ekki hafa séð atvikið vel. „Ég sá það ekki. Mér finnst samt dapurt að það hafi ekki verið hægt að skoða atvikið þrátt fyrir að leikurinn sé í beinni útsendingu og við erum í átta liða úrslitum. Það getur vel verið að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér svo það sé tekið fram en ég hefði viljað sjá þá tryggja það.“ FH er úr leik í Powerade-bikarnum og það eru mikil vonbrigði fyrir félagið sem var spáð góðu gengi fyrir tímabilið og liðið ætlaði sér að vinna alla titla sem í boði eru. „Það er staðreynd að við erum úr leik og við ætluðum okkur langt í þessari keppni. Við erum mjög svekktir með það og þetta var ekki það sem við ætluðum okkur en það hefur verið uppgangur hjá okkur í deildinni. Það er enginn tími til þess að svekkja sig þar sem við erum á leiðinni til Slóvakíu í tvo leiki,“ sagði Sigursteinn Arndal
FH Powerade-bikarinn Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira