Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni Boði Logason skrifar 11. febrúar 2024 07:01 Steindór GK 101 strandaði við Krísuvíkurberg þann 20. febrúar 1991. Vísir/Sara Rut „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira