Heimsfrumsýning í Gamla bíó: „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 11:27 Frá mótmælum gegn laxeldi á Austurvelli. Viðamikil dagskrá fer fram annað kvöld í Gamla bíó þegar heimildarmynd um fiskeldi á Íslandi, Laxaþjóð, verður heimsfrumsýnd. Myndin er framleidd af bandaríska útivistarvöruframleiðandanum Patagonia. „Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan. Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
„Við lentum eiginlega í miðjum látunum út af sleppingunni en fengum fyrir vikið magnaðan kafla í myndina sem höfðum ekki gert ráð fyrir enda tökudagar á Íslandi planaðir löngu áður en fiskurinn slapp,“ segir Arthur Neumeier leikstjóri heimildarmyndarinnar í tilkynningu. Þar kemur fram að myndin hafi verið tekin upp síðastliðið haust. Tökuliðið hafi lent í óvæntri atburðarás þegar sleppifiskur úr sjókví Arctic Fish tók að ganga í ár um allt land. „Þetta var eins og að koma á vettvang glæps þar sem sönnunargögnin streymdu fram upp á yfirborðið. Norsku froskkafararnir með skutulbyssurnar komu rétta á eftir okkur til landsins,“ segir Arthur sem er Hollendingur en búsettur í Suður-Afríku. Viðhafnardagskrá í Gamla bíó Í tilkynningunni kemur fram að frumsýning myndarinnar í Gamla bíó annað kvöld verði miðpunktur fjölbreyttar dagskrár kvöldsins. Fyrir sýningu mun Veiga Gréttarsóttir flytja erindi og sýna ljósmyndir og myndskeið sem hún hefur tekið í við við sjókvíar Þá kemur tónlistarkonan GDRN fram. Eftir sýninguna verða svo panelumræður um efnið og kvöldinu lýkur með DJ setti þriggja meðlima FM Belfast. Segir viðvaranir orðnar að veruleika „Við erum með 50 ára sögu um óbilandi áherslu á umhverfisvernd og áttum okkur fyllilega á að heilbrigði náttúrunnar og hagkerfis okkar eru samofin,“ segir Ryan Gellert, forstjóri Patagonia um myndina í tilkynningu. Gellert mætti hingað til lands árið 2019 og afhenti undirskriftir 180 þúsund manns um allan heim með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að hætta laxeldi í opnum sjókvíum. „Þann dag stóð ég við hlið íslenskra fulltrúa veiðifélaga og grasrótarsamtaka. Við vonuðumst öll til þess að enn væri tími til að snúa við skaðanum á óspilltum líffræðilegum fjölbreytileika Íslands og þar með framtíð þess.“ Gellert segir að undanfarin fjögur ár hafi hann fylgst með því hvernig allt það sem umhverfisverndarsinnar hafi varað við hafi ræst. Ástandið fyrir lífríki Íslands og villta laxastofna verði sífellt alvarlegra. „En ég vona, vegna þess að ég hef trú á framtíðarsýn og hugrekki íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt, til að standa vörð um náttúruna ykkar, stolt þjóðarinnar, að það verði brugðist við og opið sjókvíaeldi bannað áður en það verður of seint,“ segir Ryan.
Fiskeldi Bíó og sjónvarp Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47 Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Fatarisi blandar sér í baráttuna gegn fiskeldi á Íslandi Útvistarvöruframleiðandinn Patagonia mun standa fyrir Evrópufrumsýningu á heimildarmyndinni Artifishal í Ingólfsstofu í Ölfusi þann 10. apríl næstkomandi. 1. apríl 2019 10:47