„Alltaf verið bil á milli greiningartækninnar og þeirra sem eru að svindla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 20:01 Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. Vísir/Arnar Mál ungrar skautakonu vakti töluverða athygli í vikunni en sú var dæmd í fjögurra ára keppnisbann þrátt fyrir að hafa verið aðeins 15 ára gömul þegar brotið átti sér stað. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir fá mál koma upp hér á landi og mikil áhersla sé lögð á fræðslu. Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Sjá meira
Starfsemi Lyfjaeftirlitsins er ekki veigamikil og áherslan er mest á fræðslu ungs fólks. „Það mætti skipta starfseminni okkar í tvennt. Annars vegar lyfjaprófin og hins vegar fræðsla. Þetta eru tveir stærstu þættirnir,“ sagði Birgir Sverrisson, framkvæmdarstjóri Lyfjaeftirlits Íslands. „Og þeir eru jafn mikilvægir í rauninni. Fræðslan kannski ögn mikilvægari ef horft er á fjöldann því við höfum ekki úr endalausu fjármagni að ráða til að taka lyfjapróf. Það er mjög dýrt að taka lyfjapróf, en það er miklu ódýrara að dreifa út boðskapinn.“ Fræðslan fer fram á öllum skólastigum „Við höfum farið í grunn-, framhalds-, og háskóla. Við erum í rauninni að fara á öll skólastig nema leikskóla. Við fáum beiðnir um það og það er áhugi fyrir þessi því þetta tengist ekki bara afreksíþróttum þessi lyfjamisnotkunarmál. Mesta lyfjamisnotkunin er utan afreksíþrótta af því að þar er fjöldinn.“ „Þar er til dæmis fólk í líkamsrækt að reyna að ná skjótum árangri með oft skelfilegum afleiðingum. Þannig að okkar markhópur er í rauninni allir sem eru í íþróttum annars vegar og svo allir sem eru að hreyfa sig til heilsubótar. Þar er hæsta hlutfallið af lyfjamisnotkun. Klippa: Fá tilfelli hérlendis Fá tilfelli hér á landi Birgir segir þó ekki mörg tilfelli um lyfjamisnotkun koma upp hér á landi. „Nei, ekki mörg hér á Íslandi. Þetta hafa verið svona eitt til tvö mál á ári síðustu tuttugur árin. Ég vil meina það að afreksíþróttafólk á Íslandi sé almennt séð að spila eftir reglunum og sé heiðarlegt, en við vitum aldrei nákvæman fjölda. Við getum ekki prófað alla, alla daga ársins. Þannig að þetta er ekki sönn tala,“ sagði Birgir. Jákvæð sýni greinast oft ekki fyrr en mörgum árum eftir brot viðkomandi þegar þau sýni eru prófuð upp á nýtt með nýrri tækni og þeirri tækni fer sífellt fram. „Það hefur alltaf verið þetta umtalaða bil á milli greiningartækninnar og svo þeirra sem eru að svindla, en það bil er alltaf að minnka. Það er að brúast svona eina spýtu í einu,“ sagði Birgir að lokum, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir „Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Tryllt eftirspurn eftir miðum Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Sjá meira
„Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. 1. febrúar 2024 08:00