Innlent

Raf­magns­laust eftir að eldingu laust niður á Suðurnesjalínu

Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Rafmagnslaust varð á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan þrjú.
Rafmagnslaust varð á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan þrjú. Vísir/Egill

Íbúar í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar á Suðurnesjum hafa ekkert rafmagn sem stendur. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að öllum líkindum að eldingu hafi lostið niður á Suðurnesjalínu I. 

Fram kemur í tilkynningu frá HS Orku að Suðurnesjalína I sé úti og rafmagnslaust á öllum Suðurnesjum. Frekari upplýsingar verði veittar um leið og þær berast frá Landsneti.

 „Að öllum líkindum hefur það verið elding sem fór í línuna. Við erum að vinan að því að byggja upp kerfið og rafmagn ætti að komast á fljótlega,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við Vísi. Hún segir eldingu fara í rafmagnslínu öðru hvoru. 

„Þetta sýnir mikilvægi þess að geta komist í að byggja Suðurnesjalínu II því það er bara ein lína sem heldur uppi rafmagninu á Suðurnesjum.“

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×