Innlent

Breiðfylkingin og SA funda hjá ríkis­sátta­semjara

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga fundar nú um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins.
Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga fundar nú um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Vísir

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman til fundar klukkan 11 til að ræða um næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Klukkan 13 fundar samninganefndin með SA hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru komnar í uppnám, og líklegt þykir að deilunni verði formlega vísað til ríkissáttsemjara. 

Samninganefnd breiðfylkingarinnar fundaði í gær á skrifstofu VR til að ræða framhaldið, eftir að Samtök atvinnulífsins lýstu því yfir að kröfur stéttarfélaganna væru of miklar og lögðu til að farin yrði  blönduð leið krónutöluhækkana til að koma í veg fyrir launaskrið.

 Ragnar Þór Ingólfsson, Formaður VR, segir stöðuna sem upp er komin nokkuð óvænta, enda hafi samstaðan verið mikil í upphafi viðræðna.

„Samtök atvinnulífsins hafa talað mjög jákvætt og gefið jákvæð merki út í samfélagið en svo allt í einu er eitthvað annað hljóð komið í samtökin, svona í miðri á. Það er ástæðan fyrir því að viðræðurnar eru komnar á þennan stað. En staðan er auðvitað mjög alvarleg.”

Við erum einmitt að meta hversu alvarleg hún er, hvort við getum haldið viðræðum áfram á þessum grunni eða ekki.Hvort við þurfum jafnvel að fara að skoða aðrar hugmyndir.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gaf ekki kost á viðtali fyrir fundarhöld dagsins. 


Tengdar fréttir

Ræða að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara

Samninganefnd breiðfylkingar stéttarfélaga kemur saman klukkan tíu í dag til að ræða næstu skref í harðnandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins. Formaður Starfsgreinasambandsins telur líklegt að niðurstaða fundarins verði að vísa deilunni formlega til ríkissáttasemjara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×