Hin ítalska Emma Maria Mazzenga, fyrrum efnafræðiprófessor sem komin er á eftirlaun, hljóp 200 metra á Meistaramóti Evrópu innanhúss sem fram fór á Ítalíu á dögunum. Hún hljóp metrana 200 á 54 komma 47 sekúndum og stórbætti fyrra met um tæpar sex sekúndur.
Metið átti hin kanadíska Olga Koteko sem hljóp 200 metra á 60,72 sekúndum árið 2010.
Það sem gerir afrek Mazzenga en merkilegra er að hún hafði aðeins æft í tæpan mánuð fram á móti eftir að hafa eytt síðustu fjórum mánuðum þar á undan i að jafna sig á brotnu bringubeini.
Mazzenga hefur hlaupið frá því á háskólaárum sínum en keppnisferillinn hófst ekki fyrr en hún var 53 ára gömul. Hún hefur raðað inn titlum og þetta er annað heimsmetið sem hún slær.