Lífið

Sjóð­heit föstu­dags förðunartrend

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg deilir nokkrum vinsælum förðunartrendum.
Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg deilir nokkrum vinsælum förðunartrendum. Aðsend

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg fylgist grannt með nýjum tískubylgjum innan förðunarheimsins og passar upp á að vera með puttann á púlsinum. Blaðamaður heyrði í honum og fékk hann til að deila nokkrum heitum og vinsælum förðunartrendum með lesendum Lífsins.

Þín húð nema betri

„Fersk og mínimalísk húð er eitthvað sem ég held að muni vera vinsælt árið 2024. Það vilja allir vera með fallega og ljómamikla húð en ekki endilega láta sjást í förðunina. Serum farðar eða lituð dagkrem og krem kinnalitir eru nýju besti vinirnir. Gott ráð er að nota bursta fyrst til að dreifa farðanum jafnt á húðina og nota svo rakan svamp til að dúmpa farðanum inn í húðina. Með þessari aðferð tryggir þú að meikið sé vel blandað og bráðni inn í húðina.“

„Frosty“

„Y2k trendið sem sækir innblástur til ársins 2000 virðist vera komið til að vera og mun sannarlega láta á sér kræla á þessu ári. Hér erum við að vinna með sanseraða augnskugga, helst í silfurtónum, yfir allt augnlokið. Þetta lúkk er bæði gullfallegt og súper einfalt. Ég fýla að nota krem augnskugga í þetta, þeir endast vel og þú ert enga stund að fullkomna lúkkið.“

Kinnalitur, kinnalitur, kinnalitur!

„Ég veit að ég er ekki sá eini sem tek þessu kinnalita trendi fagnandi. Við erum víst öll kinnalita óð og kinnalitasýkin er langt frá því að ætla að taka enda. Því bleikari, því betra! Gott ráð er að nota kremkinnalit sem hægt er að dúmpa á varirnar og augun til að fá töff monochrome lúkk. Eða að nota krem kinnalit fyrst og setja svo púður-kinnalit yfir til að passa að kinnaliturinn endist allan daginn.“

Húðumhirða

„Húðumhirða skiptir öllu máli. Ég gæti ekki verið ánægðari með að sjá hvað húðumhirða er orðið vinsælt viðfangsefni á samfélagsmiðlum. Finndu það sem virkar fyrir þig og vertu vakandi fyrir því hvað húðin þín þarf. Mér finnst gott að greina fyrst hvort ég sé að vinna með þurra, olíumikla eða venjulega húð og velja svo húðrútínu út frá því.

Það er gott að byrja á að nota góðan hreinsi, serum, dagkrem og augnkrem. Ég veit að fyrir suma hljómar þetta eins og alltof mikið vesen en treystu mér þú munt sjá mun! Og ekki gleyma sólarvörnina, þó að við sjáum ekki sólina eru UV geislar enn að komast í gegn og valda skaðlegum áhrifum á húðina.“

Birkir Már Hafberg er með puttann á púlsinum þegar það kemur að heitustu förðunartrendunum. Hann mælir með að nota sólarvörn allan ársins hring.Instagram @birkirhafberg

Litaðir varasalvar

„Við ættum öll að hafa heyrt um clean girl make-up trendið og litaðir varasalvar eru að koma sterkir þar inn. Það hentar sérstaklega vel fyrir okkur þar sem varirnar okkar þurfa á öllu næringuna á að halda í þessum kulda. Notaðu litaðan varasalva eða varaolíu til að gefa vörunum léttan og fallegan lit.“


Tengdar fréttir

Heitustu trendin fyrir 2024

Nýtt ár er gengið í garð og með nýju ári koma hinar ýmsu tískubylgjur fram á margvíslegum sviðum. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa úr ólíkum áttum til að spá fyrir um heitustu trendin fyrir 2024. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×