Lífið

Myndaveisla: Skvísur landsins skáluðu fyrir „Mean Girls“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsfyllir var á sérstakri forsýningu Mean Girls í Sambíóunum í Kringlunni um helgina.
Húsfyllir var á sérstakri forsýningu Mean Girls í Sambíóunum í Kringlunni um helgina.

Sérstök forsýning á bandarísku kvikmyndinni Mean Girls „Revenge Party“ fór fram í Sambíóunum Kringlunni um helgina. 

Sýningin var haldin í samstarfi við hlaðvarpið Teboðið, sem er í umsjón áhrifavaldanna Sunnevu Einarsdóttur og Birtu Lífar Ólafsdóttur. Vinkonurnar mættu í stíl í bleikum velúr jogging-göllum og bleikum hælaskóm.

Þá mættu þær með svokallaða Burn Book sem aðdáendur samnefndrar kvikmyndar frá árinu 2004 ættu að kannast við. En í bókina voru límdar myndir úr ársbók skólans af samnemendum þeirra og skrifuð fúkyrði um hvern og einn.

Sunneva Einars og Birta Líf halda úti hlaðvarpinu Teboðið. Elísabet Blöndal

Meðal gesta voru ofurskvísurnar í LXS ásamt Æði-strákunum, Manuela Ósk Harðadóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir og Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, svo fáir einir séu nefndir. 

Elísabet Blöndal ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemmninguna hjá gestum. 

Ína María, Sunneva, Birgitta Líf og Birta Líf.Elísabet Blöndal
Tvíburarnir Sæmundur og Gunnar Skírnir ásamt Patrik Jaime.Elísabet Blöndal
Heiður Ósk og Sigurlaug Dröfn.Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal
Elísabet Blöndal

Hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni. 


Tengdar fréttir

„Líður lang­best þegar ég klæðist bleiku“

Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×