„Ég elska hann svo mikið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. janúar 2024 19:16 Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta. Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára. Í október á síðasta ári lést hinn átta ára gamli Ibrahim Shah Uz-Zaman í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði. Ibrahim hafði verið að hjóla heim eftir fótboltaæfingu þegar hann varð fyrir steypubíl. Í dag, 9. janúar, hefði Ibrahim orðið níu ára gamall. Til að minnast hans ákváðu foreldrar hans, sem reka veitingastaðinn Shalimar í miðbæ Reykjavíkur, að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. „Þetta er allt fyrir Ibrahim son minn sem dó í slysi í október. Átta ára drengur að koma heim eftir að hafa spilað fótbolta. Varð fyrir steypubíl. Hann hefði átt afmæli í dag og þess vegna vildum við gera eitthvað svo fólk geti minnst hans. Við vildum gera eitthvað fyrir hann,“ segir Sheikh Aamir, faðir Ibrahim, og eigandi Shalimar. Uppáhaldsréttir Ibrahims voru á tilboði í dag.Vísir/Sigurjón Ibrahim var oft með fjölskyldu sinni í vinnunni og sagði föður sínum alltaf að þegar hann yrði eldri ætlaði hann sér að vinna á Shalimar. Ættingjar Ibrahim hafa minnst hans á samfélagsmiðlum, meðal annars á minningarsíðu hans sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by S A M A R (@samarezahida) „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ segir Sheikh Aamir. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. Ibrahim þegar hann var yngri. „Hann hefði átt afmæli í dag og þess vegna vildum við gera eitthvað svo fólk geti minnst hans,“ segir faðir Ibrahims. Ibrahim í Pakistan en foreldrar hans eru þaðan. Reykjavík Banaslys á Ásvöllum Veitingastaðir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í október á síðasta ári lést hinn átta ára gamli Ibrahim Shah Uz-Zaman í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði. Ibrahim hafði verið að hjóla heim eftir fótboltaæfingu þegar hann varð fyrir steypubíl. Í dag, 9. janúar, hefði Ibrahim orðið níu ára gamall. Til að minnast hans ákváðu foreldrar hans, sem reka veitingastaðinn Shalimar í miðbæ Reykjavíkur, að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði. „Þetta er allt fyrir Ibrahim son minn sem dó í slysi í október. Átta ára drengur að koma heim eftir að hafa spilað fótbolta. Varð fyrir steypubíl. Hann hefði átt afmæli í dag og þess vegna vildum við gera eitthvað svo fólk geti minnst hans. Við vildum gera eitthvað fyrir hann,“ segir Sheikh Aamir, faðir Ibrahim, og eigandi Shalimar. Uppáhaldsréttir Ibrahims voru á tilboði í dag.Vísir/Sigurjón Ibrahim var oft með fjölskyldu sinni í vinnunni og sagði föður sínum alltaf að þegar hann yrði eldri ætlaði hann sér að vinna á Shalimar. Ættingjar Ibrahim hafa minnst hans á samfélagsmiðlum, meðal annars á minningarsíðu hans sem sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by S A M A R (@samarezahida) „Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ segir Sheikh Aamir. Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri. Ibrahim þegar hann var yngri. „Hann hefði átt afmæli í dag og þess vegna vildum við gera eitthvað svo fólk geti minnst hans,“ segir faðir Ibrahims. Ibrahim í Pakistan en foreldrar hans eru þaðan.
Reykjavík Banaslys á Ásvöllum Veitingastaðir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira