Halla Tómasdóttir liggur undir feldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 13:11 Halla Tómasdóttir var með næst flest atkvæði í forsetakosningunum árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn. Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að hún muni gefa sér tíma í að hugsa það vandlega hvort hún muni bjóða sig fram í forsetakosningunum í ár. Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Höllu á samfélagsmiðlinum Facebook. Halla bauð sig fram til forseta árið 2016 og hlaut næstflestan fjölda atkvæða í kosningunum, 27,9 prósent, á eftir Guðna Th. Jóhannessyni sem þá var kjörinn forseti með 39,1 prósent atkvæða. Eins og fram hefur komið hyggst Guðni ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum sem fram fara í sumar. „Það kom mér verulega á óvart þegar Guðni forseti tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér þriðja kjörtímabilið. Ég, eins og flestir, gerði einfaldlega ráð fyrir því að svo yrði. Ég skil hinsvegar vel ákvörðun hans, og þeirra hjóna, sem velja nú að halda inn á nýjar brautir eftir átta ár í farsælli þjónustu fyrir þjóðina,“ skrifar Halla nú. Hún segist hrærð og þakklát fyrir fallegu skilaboð og hvatningu sem hún hafi fengið undanfarna daga um að gefa kost á sér í kosningunum. Halla segist alls ekki telja sjálfsagt að hún komi upp í huga fólks sem mögulegur forseti þó hún hafi gefið kost á sér árið 2016 og notið góðs fylgis á lokasprettinum. Líður vel í núverandi starfi „Fyrir sex árum bauðst mér að leiða B Team, samtök alþjóðlegra leiðtoga sem eru hreyfiafl til góðs í umhverfismálum, réttlæti og bættu siðferði á heimsvísu. Ég hef notið hverrar mínútu í þessu starfi mínu erlendis og hef því ekkert verið að velta fyrir mér öðru forsetaframboði.“ Halla segir stór og mikilvæg verkefni framundan í hennar störfum sem hún þurfi að einbeita sér að. „En ég mun gefa mér tíma til að hugsa þetta mál vandlega,“ skrifar Halla. Hún segir það skipta sig máli að þjóðin velji sér góðan forseta og segist hún treysta henni vel til þess. Hún voni að sá forseti verði áfram sameiningarákn þjóðarinnar, tali í hana kjark, sinni embættinu af bæði mennsku og ástríðu fyrir þeim tækifærum sem felist í náttúrunni, menningu og samfélagi. „Ég elska Ísland og mun ávallt vera talsmaður alls þess sem við höfum fram að færa og vona einlæglega að nýr forseti sjái hversu stórt hlutverk Íslands getur verið í heimi sem þarfnast fleiri frumkvöðla og leiðtoga sem einsetja sér að leysa þær áskoranir og nýta þau tækifæri sem blasa við á sviði sjálfbærni, friðar og jafnréttis fyrir alla.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52 Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35 Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Hlynur Jónsson leggst undir forsetafeld Hlynur M. Jónsson, fasteignamiðlari og áhrifavaldur, hefur tjáð fylgjendum sínum að hann sé að íhuga framboð til forseta Íslands í forsetakosningum árið 2024. 6. janúar 2024 22:52
Tómas Logi býður sig fram til forseta Tómas Logi Hallgrímsson, björgunarsveitarmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. 5. janúar 2024 22:35
Hætta á að næsti forseti hafi lítinn stuðning vegna úreltra laga Hið minnsta þrír hafa tilkynnt um að þeir ætli að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum hér á landi. Prófessor í stjórnmálafræði telur að margir eigi eftir að bætast við. Núverandi lög um embættið séu úrelt og hætta á að næsti forseti Íslands verði kjörinn með lægsta hlutfalli greiddra atkvæða í sögunni. 4. janúar 2024 13:31