„Mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 19:23 Vinirnir Bjarni Hall og Vilhjálmur Karl. Vísir/Ívar Fannar Eftirvænting og spenna ríkir hjá landsmönnum fyrir áramótaskaupinu. Tveir vinir sem eytt hafa árinu í að stúdera Áramótaskaup síðustu 29 ára binda miklar vonir við að höfundar skaupsins í ár taki ríkisstjórnina rækilega fyrir. Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært. Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært.
Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira