Vann á Íslandi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferðalagi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2023 20:00 Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Instagram Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi. Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“ Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“
Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira