Vann á Íslandi í hálft ár og náði að safna fyrir sex mánaða ferðalagi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2023 20:00 Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Instagram Dawid Siódmak er tæplega þrítugur Pólverji sem lifir nokkuð óhefðbundnum lífsstíl. Hann og unnusta hans vinna sex mánuði á ári, lifa mjög spart og safna pening. Hinn helminginn á árinu nýta þau í ferðalög víðsvegar um heiminn þar sem þau lifa á sparifénu. Hafa þau meðal annars heimsótt Víetnam, Kambódíu, Marokkó, Mexíkó og Spán. Undanfarna sex mánuði þau dvalið og unnið á gistiheimili á Íslandi og safnað fyrir næsta ferðlagi. Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“ Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Dawid heldur úti vinsælu ferðabloggi og hefur verið iðinn við að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og TikTok. Í nýlegri færslu á Instagram segir Dawid að hann og unnusta hans hafi hvort um sig náð að safna rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna með því að vinna í hálft ár á Íslandi. Þau hyggjast nota sparnaðinn til að halda sér uppi næsta hálfa árið, á meðan þau ferðast um Nýja Sjáland og Ástralíu. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Að sögn Dawid hafa þau náð að láta hlutina ganga upp með því að lifa mjög spart; þau ferðast að mestu leyti á „puttanum“ og versla útileigugræjur og annan ferðaútbúnað í ódýrum netverslunum á borð við Aliexpress. Dawid segist fá fjölda skilaboða og fyrirspurna á degi hverjum, frá einstaklingum sem vilja koma til Íslands og feta í hans fótspor. Hann hefur verið iðinn við að deila hagnýtum ráðum til þeirra sem vilja búa og starfa á Íslandi og hefur meira að segja gefið út rafbók sem ber titililinn „Svona getur þú uppfyllt drauma þína og starfað á Íslandi.“ Í bókinni má finna margvíslegar ráðleggingar varðandi atvinnuleit hér á landi. View this post on Instagram A post shared by Dawid Siódmiak - Siódmy w wiecie (@siodmywswiecie.pl) Þá segir hann að yfir 100 Pólverjar hafi komið til Íslands og fundið vinnu hér á landi, eftir að hafa lesið bókina hans. Dawid segir á Íslandi sé tiltölulega auðvelt að finna vinnu þar sem frítt fæði og húsnæði fylgir með. Hann hvetur fylgjendur sína til að láta drauma sína rætast: „Það er allt hægt. Þú þarft bara að taka fyrsta skrefið.“
Pólland Vinnumarkaður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning