Kartöfluummælin hjálpi lítið: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu“ Jón Þór Stefánsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. desember 2023 20:49 „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar um ummæli framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins Vísir Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, gefur lítið fyrir ummæli Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði að ef hún væri jólasveinninn þá myndi hún gefa flugumferðarstjórum kartöflu í skóinn. Hann segist ekki vita hver meðallaun flugumferðarstjóra séu og að hann láti hækkunina sem farið sé fram á liggja á samningsborðinu. „Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
„Þessi kartöfluummæli, hún getur átt þau við sjálfa sig,“ sagði Arnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég held að þetta hjálpi ekki fulltrúa Samtaka atvinnulífsins sem situr við þetta borð. Ég get ekki ímyndað mér það. Og þetta hjálpar ekki okkur.“ Þó telur Arnar að ummælin ekki hafa áhrif á sjálfa samningsstöðuna. „En ég nenni ekki að hlusta á þetta. Ég veit hvernig mitt félagsfólk er og þú getur rétt ímyndað þér hvernig fólk tekur þessu,“ segir hann og bætir við að hljóðið í félagsfólkinu þungt. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar samningsaðila í kjaraviðræðum Félags flugumferðarstjóra og Isavia klukkan eitt á morgun. Flugumferðarstjórar munu að óbreyttu leggja niður störf á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun. Sigríður tjáði sig um verkfallsboðunina í dag og sagði hana fráleita. „Það er bara einfaldlega ekki annað í boði núna heldur en að við séum að gera langtímakjarasaminga sem er innistæða fyrir til þess að ná aftur stöðugleika og að verja bæði samkeppnishæfni landsins og lífskjörin í þessu landi,“ sagði hún. Tilbúnir að setjast við borðið Félag flugumferðarstjóra lýtur svo á, að sögn Arnars, að enn sé verið að semja í samningalotu sem lauk fyrir ári síðan. „Ég veit ekki hvort að hún viti það, en við erum enn þá að semja í síðustu kjaralotu sem lauk í nóvember eða desember í fyrra.“ Arnar vísar því á bug að flugumferðarstjórar vilji ekki setjast við samningaborðið. Félagið sé tilbúið að sýna ábyrgð en þá þurfi Samtök atvinnulífsins líka að koma að borðinu. Hann segir að mikið beri á milli samningsaðilana, en tekur fram að félagið sé ekki að einblína á laun, heldur sé það tilbúið að ræða hluti eins og orlofsmál og mönnun. „Allur samningurinn er uppi á borðinu.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira