Lífið

Eva Björg og Gunnar nýtt og sjóð­heitt par

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eva Björg og Gunnar eru glæsilegt par.
Eva Björg og Gunnar eru glæsilegt par.

Eva Björg Sigurðardóttir og Gunnar Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Kviku Securities Ltd. í London eru eitt nýjasta par landsins.

Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Eva Björg er mikil laxveiðiáhugakona og landaði fyrsta laxinum í Stóru-Laxá í fyrrasumar. Nýlega slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Finns Harðarsonar framkvæmdastjóra Bjarnar ehf.

Gunnar hóf störf hjá Kviku árið 2015 og hefur verið framkvæmdastjóri Kviku Securities Limited í London frá 2017. Þá var hann eini starfsmaður félagsins en nú starfa um þrjátíu manns hjá félaginu og dótturfélögum. 

Gunnar var áður forstjóri Baugs Group. Ljóst er að um sannkallað ofurpar er hér að ræða. Bæði eiga þau Eva Björg og Gunnar börn úr fyrri samböndum. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


×