Lífið

Meiri vel­líðan eftir að hafa verið hökkuð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elísa Viðarsdóttir spilar með Val og íslenska landsliðinu.
Elísa Viðarsdóttir spilar með Val og íslenska landsliðinu. Vísir/Ívar Fannar

Elísa Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og næringarfræðingur, lenti í því að missa yfirráð yfir samfélagsmiðlum sínum fyrir átta vikum.

„Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá var ég hökkuð á Instagram og Facebook. Þetta hefur gengið yfir í um 8 vikur og mér hefur ekki ennþá tekist að endurheimta aðgangana mína,“ segir Elísa í færslu á glænýjum Instagram-reikningi sínum.

Hún segist hafa glatað tíu ár af minningum, vinnu og samskipum. Engin leið virðist að ná tali af mannesku hjá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, og því allt annað en auðvelt að endurheimta miðlana.

Átta vikna útilokun frá samfélagsmiðlum hafi þó verið ótrúlega notaleg. Minni skjátími skili sér í meiri vellíðan. Það hafi hún fengið staðfest.

„Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann endurheimta „gömlu“ aðgangana mína aftur en fram að því þá er þetta nýja ég!“ segir Elísa.

Hún biður vini sína að dreifa boðskapnum til að endurheimta tengiliði sína á miðlunum hið fyrsta.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×