Sveitarstjóri óskaði eftir helmingi minni launahækkun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2023 17:00 Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, sem þiggur ekki 11% launahækkun frá 1. nóvember heldur 6,75% hækkun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps í dag var meðal annars tekin fyrir beiðni frá Huldu Kristjánsdóttur, sveitarstjóra þar sem hún lagði fram ósk um að breyting á launum hennar frá 1. nóvember 2023 taki ekki breytingum samkvæmt launavísitölu þetta árið líkt og samið er um í ráðningarsamningi heldur verði í takt við þær breytingar sem BHM gerði á launatöflum 1. apríl 2023. Breyting samkvæmt launavísitölu þýðir um 11% hækkun á milli ára en breytingar á launatöflum BHM nemur 6,75%. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti þessa beiðni sveitarstjóra. „Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég vel að fara þessa leið er sú að mér finnst rangt að taka næstum 11% laukahækkun á meðan mikil umræða er um að vera hófstillt í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er til að reyna að slá á verðbólgu. Laun æðstu stjórnenda sveitarfélaga eru almennt frekar há enda starfsálag töluvert og ábyrgð mikil. 11 prósenta launahækkun myndi þýða aukinn launakostnað vegna sveitarstjóra upp á hátt í 2,5 milljónir á ári hjá sveitarfélaginu á móti um 1,5 milljón miðað við 6,75% hækkun,“ segir Hulda. Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkt samhljóða beiðni Huldu sveitarstjóra á fundi í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún segir þetta ekki hafa verið erfiða ákvörðun. „Nei, nei, þetta var ekki erfið ákvörðun að mínu mati þar sem ég tel rétt að sýna fordæmi þegar staðan í þjóðfélaginu er eins og hún er. Launin mín eru tengd launavísitölu og eiga að taka hækkun samkvæmt breytingu á launavísitölu einu sinni á ári samkvæmt ráðningarsamningi, eða 1. nóvember ár hvert. Varðandi frekari hækkanir eða ákvarðanir að ári liðnu þá verður tíminn að leiða það í ljós. Það er erfitt að spá um hver þróun launavísitölu verður á næstu 12 mánuðum. Þetta er niðurstaða sem ég komst að fyrir sjálfa mig þetta árið að minnsta kosti," segir Hulda. Fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá því í dag
Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira