Lífið

Málið á­fram og Rocky á yfir höfði sér allt að níu ára fangelsi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn var viðstaddur þegar dómarinn greindi frá ákvörðun sinni.
Tónlistarmaðurinn var viðstaddur þegar dómarinn greindi frá ákvörðun sinni. Getty/Allison Dinner

Dómari í Los Angeles úrskurðaði í gær að ákæruvaldið hefði næg sönnunargögn til að draga tónlistarmanninn ASAP Rocky fyrir dóm fyrir að hafa skotið á æskuvin sinn og samstarfsmann fyrir utan hótel í Hollywood árið 2021.

ASAP Rocky, sem á tvö ung börn með tónlistarkonunni Rihönnu, hefur neitað sök í málinu.

Dómarinn ML Villar sagði myndskeið af vettvangi og vitnisburð duga til að málið færi fyrir dóm. Hún ítrekaði hins vegar að sönnunarbyrðin væri mun lægri á forstigum málsins en fyrir dómi.

Joe Tacopina, lögmaður Rocky, sagði ákvörðunina ekki koma á óvart en tónlistarmaðurinn myndi hafa betur í dómsal.

Terell Ephron, fyrrverandi vinur Rocky, sagði fyrir dómi að þeir hefðu tilheyrt sama hópi listamanna þegar þeir stunduðu nám í New York en sambandið hefði þróast til hins verra, sem hefði endað með því að Rocky hefði skotið að honum.

Saksóknarar í málinu segja vitnisburð Ephron og myndskeið frá vettvangi nóg til að finna Rocky sekann en Tacopina hefur sagt að það sé margt við vitnisburðinn að athuga.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.