„Byrjuðum saman sem börn og höfum síðan þá þroskast svo fallega saman. Besti vinur minn og sálufélagi. Svo þakklát fyrir allt okkar,“ skrifar Elísabet við myndskeið af þeim hjónum sæl á svip.

Líkt og árafjöldinn gefur til kynna hafa Elísabet og Gunnar verið saman frá unga aldri, eða frá því þau voru sextán ára gömul. Fyrstu kynni þeirra voru í grunnskóla og er óhætt að segja að ástarsaga þeirra minni einna helst á rómantíska kvikmynd.

Veraldarvön fjölskylda
Elísabet og Gunnar gengu í hjónaband árið 2018 og eiga saman þrjú börn – Ölbu Mist, Gunnar Manuel og Önnu Magdalenu.
Fjölskyldan bjó erlendis í um tólf ár og flutt landanna á milli þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands og festi kaup á sjarmerandi húsi í Skerjafirðinum í Reykjavík sem þau hafa verið að gera upp.

Elísabet var gestur í Einkalífinu í fyrra. Þar ræddi hún meðal annars um móðurhlutverkið, börn og samfélagsmiðla, flutningana, framtíð Trendnet og hvernig hún notar sinn vettvang til að styrkja góð málefni.