Lífið

„Byrjuðum saman sem börn og höfum síðan þá þroskast svo fal­lega saman“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísabet og Gunnar fögnuðu tuttugu ára kærustuparaafmæli í Kaupmannahöfn um helgina.
Elísabet og Gunnar fögnuðu tuttugu ára kærustuparaafmæli í Kaupmannahöfn um helgina. Elísabet Gunnars

Elísabet Gunnarsdóttir, áhrifavaldur og tískudrottning, og eiginmaður hennar Gunnar Steinn Jónsson handboltakappi, fögnuðu tuttugu ára sambandsafmæli í Kaupmannahöfn um helgina.

„Byrjuðum saman sem börn og höfum síðan þá þroskast svo fallega saman. Besti vinur minn og sálufélagi. Svo þakklát fyrir allt okkar,“ skrifar Elísabet við myndskeið af þeim hjónum sæl á svip.

Hjónin ásamt yngstu dóttur þeirra um helgina.Elísabet Gunnars

Líkt og árafjöldinn gefur til kynna hafa Elísabet og Gunnar verið saman frá unga aldri, eða frá því þau voru sextán ára gömul. Fyrstu kynni þeirra voru í grunnskóla og er óhætt að segja að ástarsaga þeirra minni einna helst á rómantíska kvikmynd.

Ástfangin í Eyjum.Elísabet Gunnars

Veraldarvön fjölskylda

Elísabet og Gunnar gengu í hjónaband árið 2018 og eiga saman þrjú börn – Ölbu Mist, Gunnar Manuel og Önnu Magdalenu. 

Fjölskyldan bjó erlendis í um tólf ár og flutt landanna á milli þar sem Gunnar var atvinnumaður í handbolta og á samningi víðs vegar um Evrópu, síðast í Danmörku. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands og festi kaup á sjarmerandi húsi í Skerjafirðinum í Reykjavík sem þau hafa verið að gera upp. 

Fjölskyldan á fermingardegi elstu dóttur þeirra fyrr á árinu.Elísabet Gunnars

Elísabet var gestur í Einkalífinu í fyrra. Þar ræddi hún meðal annars um móðurhlutverkið, börn og samfélagsmiðla, flutningana, framtíð Trendnet og hvernig hún notar sinn vettvang til að styrkja góð málefni.


Tengdar fréttir

Magnaðar mæður

Birtingarmynd móðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaðar mæður  margra barna mæður, stjúpmæður, einstæðar mæður og verðandi mæður, svo fátt eitt sé nefnt.

Fabjúl­öss feður

Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.