Innlent

Bein út­sending: Há­tíðar­dag­skrá á degi ís­lenskrar tungu

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðardagskráin fer fram í Eddu - húsi íslenskunnar.
Hátíðardagskráin fer fram í Eddu - húsi íslenskunnar. Stjr

Haldið er upp á dag íslenskrar tungu í 28. sinn í dag. Í Eddu, húsi íslenskunnar, fer fram sérstök hátíðardagskrá klukkan 16.

Hægt verður að fylgjast með dagskránni í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að þar muni meðal annars Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal , forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum taka til máls. 

Venju samkvæmt verða Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent ásamt viðurkenningu dags íslenskrar tungu.

Sýnt verður beint frá viðburðinum hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×