Ljósmyndari RÚV segist sjá eftir hegðun sinni: „Algjörlega galið hjá mér“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. nóvember 2023 17:31 „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona,“ segir fréttaljósmyndarinn Ragnar Visage. Vísir/Vilhelm Ragnar Visage, fréttaljósmyndari RÚV, segist skammast sín gríðarlega og sjá mikið eftir hegðun sinni í dag þegar hann reyndi að komast inn í mannlaust hús í Grindavík. „Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“. Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Mér líður ömurlega yfir þessu. Þetta var gert í algjöru óðagoti,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að hann hafi líklega verið síðasti fjölmiðlamaðurinn eftir í Grindavík skömmu fyrir rýmingu í dag, þegar hann hafi verið beðinn um að ná myndefni innan úr húsi. „Ég er beðinn um að reyna að koma mér inn í eitthvað hús, og þar var algjörlega átt við hús þar sem að eitthvað fólk væri, en ég ákveð bara að tékka á næsta húsi í öllum þessar hasar,“ segir Ragnar sem tekur fram að þarna hafi verið sérstakar aðstæður, sem afsaki þó ekki hegðun sína. „Og í allri þessari geðveiki þá einhvern veginn að tékka á þessu. Ég sé auðvitað eftir á að þetta er algjörlega galið hjá mér.“ Ragnar segist ætla að læra af þessu, að hugsa fyrst í streituvaldandi aðstæðum. „Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir alla Grindvíkinga. Maður bara hagar sér ekki svona. Það sem ég vil gera er bara að „documentera“ og miðla efni,“ segir hann. Ragnar segist vera búinn að biðja björgunarsveitirnar og húseigendur afsökunar á þessari hegðun sinni. Jafnframt hefur Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, gefið út að atvikið sé ekki í anda fréttastofu RÚV og biður alla Grindvíkinga afsökunar. Ragnar hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook síðustu sinni. Þar sér hann sig knúinn til að afsaka hegðun sína þar sem hann er „sennilega óvinsælasti maður dagsins“.
Grindavík Fjölmiðlar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir