Lífið

Benni Boga og Úlla selja einbýlið við Freyju­götu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er staðsett í hjarta miðbæjarins, í grennd við Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg.
Húsið er staðsett í hjarta miðbæjarins, í grennd við Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg.

Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar og eiginkona hans, Úlla Káradóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Freyjugötu 37 á sölu. Húsið var teiknað af Guðmundi H. Þorlákssyni byggingarmeistara árið 1933.

Húsið er staðsett í hjarta miðbæjarins með Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg í bakgarðinum. 

Eignin er 312 fermetrar að stærð á þremur hæðum með möguleika á þeirri fjórðu. Við húsið er tuttugu fermetra bílskúr auk 55,9 fermetra útihús sem mætti breyta í íbúðarhúsnæði.

Húsið var teiknað af Guðmundi H. Þorlákssyni árið 1933.Eignamiðlun

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið skiptist í þrjár stofur, eldhús, sjö svefnherbergi rúmgott þvottahús og stórt vinnuherbergi í kjallara.

Þrjár stílhreinar og bjartar stofur eru í húsinu.Eignamiðlun
Baðherbergið er með spegla á marga vegu sem stækkar rýmið til muna.Eignamiðlun
Eldhúsið er með góðu skápaplássi og steini á borðum.Eignamiðlun
Brúnleitar flísar eru í borðstofu og eldhúsi.Eignamiðlun
Gengið er úr borðstofu í bjartar og opnar stofur.Eignamiðlun
Eignamiðlun
Þvottahúsið er rúmgott með góðu vinnuplássi. Eignamiðlun
Opið er á milli stofu. borðstofu og eldhúss.Eignamiðlun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×